Vinnumarkaður

Atvinnuleysi dregist saman milli ára
Atvinnuleysi hefur dregist saman um 6,1 prósentustig milli ára, að því er fram kemur í skýrslu Hagstofunnar.

Bankahvelfingin leigð út í sögufrægu húsi
Eitt helsta kennileiti Ísafjarðarbæjar hefur gengið í endurnýjun lífdaga og hýsir nú fjarvinnuaðstöðu með skrifstofum, fundarherbergjum og opnum vinnurýmum. Húsið sem stendur við Pólgötu 1 er frá árinu 1958 og hýsti áður útibú Landsbankans.

Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar
Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar.

Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum
Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til.

Laun verkafólks og starfsfólks í veitinga- og gististarfsemi hækka mest
Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem er óvenjuleg mikil hækkun milli mánaða. Skýrist það af stærstum hluta af hagvaxtarauka sem virkjaðist hjá launafólki þann 1. apríl.

Reykjavíkurbörn í unglingavinnunni fái launahækkun
Tillaga um hækkun tímakaups unglinga í vinnuskóla Reykjavíkur var send til borgarráðs í vikunni eftir að hún var samþykkt hjá Umhverfis- og heilbrigðisráði borgarinnar.

Bein útsending: Viðskiptaþing sett með áherslu á sviptivinda á vinnumarkaði
Viðskiptaþing 2022 fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði. Hefst dagskráin klukkan 13:30 en þingsetning, ávarp forsætisráðherra og ávarp formanns Mannauðs verða send út í opnu streymi.

Rúmlega 2.500 ungmenni ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun
Árið 2021 er áætlað að 6,3% ungs fólks á aldrinum 16 til 24 ára hafi ekki verið í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Jafngildir það því að þetta hafi átt við um rúmlega 2.500 ungmenni í fyrra.

Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur
Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi.

Skrifstofan er barn síns tíma
Framkvæmdastjóri Airbnb er afdráttarlaus. Að hans mati er hin hefðbundna skrifstofa, þangað sem fólk sækir vinnu sína á hverjum morgni, dauð. Síðustu tvö ár hafi sýnt svo ekki verður um villst að ein, föst vinnuaðstaða sé „tímaskekkja“ sem eigi rætur að rekja til ótæknivæddra og netlausra starfshátta. Framtíðin eftir faraldurinn sé færanleg.

Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni
Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni.

Greiði rúmlega sex milljónir króna vegna uppsagnar þungaðrar konu
Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða konu skaðabætur upp á ríflega sex milljónir króna vegna þess að henni var sagt upp með ólögmætum hætti skömmu eftir að hún tilkynnti að hún væri barnshafandi.

Virðing vinnandi fólks
Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það.

Mikill meirihluti leikskólakennara samþykkti kjarasamning
Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi leikskólakennara samþykktu nýjan kjarasamning, en atkvæðagreiðslu lauk í gær. Alls greiddu 83 prósent atkvæði með samþykkt samningsins.

ASÍ og stórfyrirtæki verða að hemja sig, enda bara 1% af atvinnulífinu
Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum.

Grænn iðngarður byggður á hringrásarhugsun á Grundartanga
Í dag fögnum við enn einum áfanga öflugs atvinnusvæðis Grundartanga sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa byggt upp sameiginlega. Þá verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs byggðum á hringrásarhugsun.

Allir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið til hálfs árs
Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar.

Opinbert óréttlæti
Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna.

Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu.

Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“
Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar.