Árneshreppur

Fréttamynd

Stöðvaði gröfu VesturVerks

Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks.

Innlent
Fréttamynd

Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu

Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær.

Innlent
Fréttamynd

171 hús enn í snjóflóðahættu

Þrátt fyrir að áætlað hafi verið að ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna fyrir árið 2010 á enn eftir að reisa tæplega helming varnarvirkjanna. Ofanflóðasérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga á áhættusvæðum hafa sent áskorun til ríkisstjórnarinnar að ljúka verkinu á næstu tíu árum enda sé enn hundraðsjötíuogeitt hýbýli á hættusvæði víðs vegar um landið.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsa skipulag fyrir virkjun í Strandasýslu

Árneshreppur auglýsir tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna Hvaleyrarvirkjunar. Framkvæmdirnar eru umdeildar meðal íbúa hreppsins. Oddivitinn segir það há Vestfirðingum að kaupa orku úr öðrum landshlutum.

Innlent