
Lokaniðurstöður úr Árneshreppi
Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í Árneshreppi var 82,9 prósent. Úlfur Eyjólfsson frá Krossnesi er fyrsti aðalmaður í sveitarstjórn.

Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum
Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann.

Lentu þyrlu Gæslunnar á borgarísjaka
Landhelgisgæsla Íslands lenti þyrlu sinni, TF-GNA, á gríðarstórum borgarísjaka sem staðsettur var djúpt norður af Vestfjörðum síðdegis í gær.

Landhelgisgæslan varar við borgarísjaka
Landhelgisgæsla Íslands varar við borgarísjaka sem er um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfnin á varðskipinu Þór sigldi fram hjá ísjakanum um hádegisbil í dag.

Vilja staðfestingu á að friðlýsingin hafi ekki áhrif út fyrir landamörk Dranga
Eigendur Ófeigsfjarðar, jarðar í Árneshreppi, hafa óskað eftir staðfestingu á að nýleg friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga.

Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“
Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess.

Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi.

Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga
Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi.

Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis
Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma.

Sækja slasaðan göngumann á Strandir
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð laust eftir klukkan hálf eitt vegna göngumanns sem rann niður fjallshlíð í Norðurfirði á Ströndum og slasaðist. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Þrjár kynslóðir í Reykjafirði hafa fylgst með ískyggilegum breytingum Drangajökuls í 75 ár
„Við erum sextíu metra frá punktinum sem ég tók í fyrra. Það er sem sagt hopið,“ segir Ragnar Þrastarson . Hann er að mæla jökulsporðinn á Drangajökli í Reykjarfirði með GPS-tæki. „Þetta er það mesta sem við pabbi höfum mælt.“

Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár
Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði.

Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni
Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn.

Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022
Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi.

Íbúar í sveitinni hjálpuðu áhöfninni að hreinsa upp hræin
Áhöfnin á varðskipinu Þór dró um fimmtíu grindhvalshræ úr fjörunni í Melavík á Ströndum um borð í skipið í dag. Íbúar á nærliggjandi bæjum aðstoðuðu áhöfnina við verkið.

Varðskipið Þór losar Strandamenn við grindhvalahræin
Varðskipið Þór mun sigla að Árneshreppi á Ströndum á þriðjudaginn og losa heimamenn við rúmlega fimmtíu grindhvalahræ sem liggja í fjörunum við Melavík. RÚV greindi fyrst frá.

Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík
Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun.

Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalárvirkjun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans.

Þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út vegna mótorhjólaslyss
Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag vegna mótorhjólaslyss sem átti sér stað í Árneshreppi. Einn einstaklingur slasaðist en ekki er vitað um líðan hans sem stendur.

Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu
„Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.