Fjarðabyggð

Fréttamynd

Enginn friður í Fjarðabyggð?

Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands

Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór.

Innlent
Fréttamynd

Að­för að fólki

Rétt skal vera rétt en ekki ósannindi. Þannig er málið vegna umræðu þeirrar sem nú flýgur og snýr að umræðu um eign bróður míns, Jóns Björns Hákonarsonar, á 28 fermetra bjálkakofa í landi Fannardals í Norfirði. Sú umræða er að stóru leyti byggð á þvælu og útúr snúningum í fjölmiðlum og runnin undan rifjum fólks sem lengi hefur haft horn í síðu bróður míns og ekki síst núna eftir sveitarstjórnarkosningar þegar hægri öflin komust ekki í meirihluta annað kjörtímabilið í röð með tilheyrandi vonbrigðum enda hafa þau löngum talið að það sé náttúrulögmál að þau séu við völd hverju sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarðarheiðargöng fyrir fáa?

Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina.

Skoðun
Fréttamynd

Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri

Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu.  

Innlent
Fréttamynd

Frá­farandi bæjar­stjóri sakaður um að greiða ekki fast­eigna­gjöld

Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­vænt upp­sögn bæjar­stjóra í Fjarða­byggð

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að láta af störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Bæjarráð varð að ósk Jóns og munu starfslok hans verða í mars.

Innlent
Fréttamynd

Jóhann Val­geir kosinn Aust­firðingur ársins

Jóhann Valgeir Davíðsson íþróttakennari hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022. Hann segir kjörið mikinn heiður, en Jóhann Valgeir var hlaut kjörið fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi Eskifjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja byggja völl í nafni Pelé á Breiðdalsvík

Stjórn Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal hefur sent Knattspyrnusambandi Íslands bréf þar sem þeir lýsa yfir áhuga á byggður verði völlur á Breiðdalsvík í nafni brasilísku goðsagnarinnar Pele.

Fótbolti
Fréttamynd

Margvíslegar verðhækkanir um áramót

Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi.

Neytendur
Fréttamynd

„Vonandi helst ljósið á“

Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

„Það kólnar hratt í húsunum núna“

Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum.

Innlent
Fréttamynd

Von­brigði fyrir starfs­stétt sauð­fjár­bænda

Það sat þungt hugsi og mjög vonsvikinn ungur bóndi við morgunverðarboðið fyrr í vikunni eftir að hafa lesið grein matvælaráðherra í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Greinin bar fyrirsögnina „Bjartsýni í sauðfjárrækt“ en skyldi eftir fleiri spurningar en svör.

Skoðun
Fréttamynd

Barna­lán vinstri­stjórnar Fjarða­byggðar

Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð.

Skoðun