Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar 8. desember 2025 08:15 Þetta eru skilaboðin sem stjörnvöld hafa sent Austfirðingum með nýrri samgönguáætlun. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa pistil um samgöngumál, en vegna stöðunnar á Austurlandi er erfitt að sitja á sér. Hvað þýða fyrirliggjandi áætlanadrög fyrir Austfirðinga? Slagorðið var „Ræsum vélarnar“ en eins og staðan er núna lítur út fyrir að á Austurlandi verði mjög hljólátt þar sem nánast öllum framkvæmdum er slegið á frest, hvort sem um er að ræða göng, þjóðveg 1 eða Öxi. Og talandi um Öxi, þá hefjast framkvæmdir við heilsársveg yfir Öxi ekki að neinu marki fyrr en á tímabilinu 2031-2035 samkvæmt áætluninni. Eins og margir vita er umferð yfir Öxi oft á tíðum meiri en um þjóðveg 1 og er umferðarþunginn yfir þennan 18 kílómetra malarveg slíkur að ekki hefst undan að sinna viðhaldi á honum. Þá er ótalin slysahætta og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að stytta leiðina milli Suðurlands og miðausturlands um 67 kílómetra. Vegurinn er langt kominn í hönnun og sveitarfélög á Austurlandi hafa verið einhuga um að framkvæmdin ætti að vera í forgangi. Ítrekar hefur framkvæmdums samt verið frestað þar en það sem þarf að gera er að færa til fjármuni og ræsa vélarnar. Samkvæmt nýlegri greiningu Analytica skapar Austurland gríðarleg verðmæti, þar búa 2,9% landsmanna en þessi prósenta skilar 23% af útflutningstekjum þjóðarinnar sem er tæplega 10x hærra en annars staðar. Tekjurnar koma meðal annars frá sjávarútvegi, fiskeldi, álframleiðslu og ferðaþjónustu. Þar að auki er tæplega þriðjungur alls rafmagns íslendingar nota framleitt á Austurlandi. Þegar einn landsfjórðungur skilar jafn miklu inn í samneyslu þjóðarinnar ætti það ekki að leiða til þess að fjórðungurinn sitji eftir í innviðauppbyggingu en engar stórar framkvæmdir hafa verið í vegamálum á Austurlandi í áraraðir. Það næsta sem kemst því er brú yfir Hornafjarðarfljót, sem er í Suðurkjördæmi. Austfirðingar lifa í þeirri von að hlutur fjórðungsins verði réttur í meðhöndlun samgönguáætlunar á Alþingi. Þegar samgönguáætlun verður tekin til umræðu á Alþingi vil ég hvetja alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, til að leiðrétta áætlunina og fylla upp í það holrúm sem hefur myndast í framkvæmdum á samgönguinnviðum á Austurlandi. Til dæmis með því að færa fjármuni sem ætlaðir eru í famkvæmdir við veginn yfir Öxi framar þannig að heilsársvegur verði kominn í gagnið á næstu fimm árum. Þó að mistök hafi átt sér stað við gerð í þessum drögum að samgönguáætlun, þá er enn tækifæri til að leiðrétta þau mistök. Höfundur er Austfirðingur, búsettur á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Vegagerð Samgönguáætlun Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta eru skilaboðin sem stjörnvöld hafa sent Austfirðingum með nýrri samgönguáætlun. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa pistil um samgöngumál, en vegna stöðunnar á Austurlandi er erfitt að sitja á sér. Hvað þýða fyrirliggjandi áætlanadrög fyrir Austfirðinga? Slagorðið var „Ræsum vélarnar“ en eins og staðan er núna lítur út fyrir að á Austurlandi verði mjög hljólátt þar sem nánast öllum framkvæmdum er slegið á frest, hvort sem um er að ræða göng, þjóðveg 1 eða Öxi. Og talandi um Öxi, þá hefjast framkvæmdir við heilsársveg yfir Öxi ekki að neinu marki fyrr en á tímabilinu 2031-2035 samkvæmt áætluninni. Eins og margir vita er umferð yfir Öxi oft á tíðum meiri en um þjóðveg 1 og er umferðarþunginn yfir þennan 18 kílómetra malarveg slíkur að ekki hefst undan að sinna viðhaldi á honum. Þá er ótalin slysahætta og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að stytta leiðina milli Suðurlands og miðausturlands um 67 kílómetra. Vegurinn er langt kominn í hönnun og sveitarfélög á Austurlandi hafa verið einhuga um að framkvæmdin ætti að vera í forgangi. Ítrekar hefur framkvæmdums samt verið frestað þar en það sem þarf að gera er að færa til fjármuni og ræsa vélarnar. Samkvæmt nýlegri greiningu Analytica skapar Austurland gríðarleg verðmæti, þar búa 2,9% landsmanna en þessi prósenta skilar 23% af útflutningstekjum þjóðarinnar sem er tæplega 10x hærra en annars staðar. Tekjurnar koma meðal annars frá sjávarútvegi, fiskeldi, álframleiðslu og ferðaþjónustu. Þar að auki er tæplega þriðjungur alls rafmagns íslendingar nota framleitt á Austurlandi. Þegar einn landsfjórðungur skilar jafn miklu inn í samneyslu þjóðarinnar ætti það ekki að leiða til þess að fjórðungurinn sitji eftir í innviðauppbyggingu en engar stórar framkvæmdir hafa verið í vegamálum á Austurlandi í áraraðir. Það næsta sem kemst því er brú yfir Hornafjarðarfljót, sem er í Suðurkjördæmi. Austfirðingar lifa í þeirri von að hlutur fjórðungsins verði réttur í meðhöndlun samgönguáætlunar á Alþingi. Þegar samgönguáætlun verður tekin til umræðu á Alþingi vil ég hvetja alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, til að leiðrétta áætlunina og fylla upp í það holrúm sem hefur myndast í framkvæmdum á samgönguinnviðum á Austurlandi. Til dæmis með því að færa fjármuni sem ætlaðir eru í famkvæmdir við veginn yfir Öxi framar þannig að heilsársvegur verði kominn í gagnið á næstu fimm árum. Þó að mistök hafi átt sér stað við gerð í þessum drögum að samgönguáætlun, þá er enn tækifæri til að leiðrétta þau mistök. Höfundur er Austfirðingur, búsettur á Djúpavogi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun