Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Kerfið hafi brugðist

Mennta- og barnamálaráðherra vill sérstaklega líta til þeirra sem hætta í framhaldsskóla, meðal annars vegna erfiðleika með lesskilning. Hún vill koma saman öllum hagsmunaaðilum menntakerfisins saman á fund. Hún og formaður Kennarasambandsins horfa til finnsku leiðarinnar.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sex sagt upp í mennta­mála­ráðu­neytinu

Sex starfsmönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að ráðherra hafi innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu.

Innlent
Fréttamynd

Stóra myndin í leik­skóla­málum

Leikskólinn er í senn mikilvæg menntastofnun og gríðarlega þýðingarmikið jöfnunartæki í samfélaginu. Yfir 90% ánægja mælist meðal foreldra á starfi leikskólanna í borginni og langflest börn fá pláss í sínu nærumhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli

Þegar rætt er um menntamál er oft talað eins og skólinn sé eitthvað sem megi laga með einföldum aðgerðum. Skipta um reglur, breyta mati, setja ný markmið og þá hljóti allt að falla í réttan farveg. Í slíkri umræðu gleymist oft það sem skiptir mestu máli, kennslan sjálf og þeir sem sinna henni dag eftir dag. Skólinn er ekki abstrakt kerfi, hann er lifandi vinnustaður þar sem faglegar ákvarðanir eru teknar í sífellu.

Skoðun
Fréttamynd

Er biðin eftir ofurömmu á enda?

Menntakerfi hafa þá sérstöðu að erfitt getur reynst að átta sig á orsakasamhengi. Breyturnar eru margar, jafnt innri sem ytri breytur. Samkvæmt samantekt Pasi Sahlberg skýrast í mesta lagi 40% af breytileika í frammistöðu nemenda af innri þáttum, svo sem námsskipulagi, skólamenningu, aðstöðu og faglegri forystu.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð

Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, líst ekki á blikuna hvað varðar umræðuna um læsi og lestrarkennslu, en hann segist óttast að verið sé að kynda undir „læsisstríði“. Hann telur það meðal annars vera lykilatriði að efla og auka áherslu á læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi, en ekki bara í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Innlent
Fréttamynd

Krafa um árangur í mennta­kerfinu

Eitt af mikilvægustu verkefnum íslensks samfélags er að tryggja að öll börn fái tækifæri til að stunda menntun og ná árangri í faglegu og öruggu umhverfi. Ég trúi því heilshugar að öll börn geti náð árangri í námi ef við gerum væntingar til þeirra og þau fá verkefni og stuðning við hæfi frá heimili og skóla.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert at­huga­vert við fundinn og stjórnin starfshæf

Stjórn Félags akademískra starfsmanna Bifrastar (FAB) segir að stjórnendur bifrastar, þar með talið rektor, byggi á því fyrir stjórn skólans að ekki hafi verið staðið rétt að málunum á fundi félagsins á miðvikudag þegar vantrausti var lýst yfir á yfirstjórn skólans. FAB segir ekkert til í þeim málflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd „í blind­flugi“ í mennta­málum í rúman ára­tug

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir stjórnvöld hafa verið í blindflugi í menntamálum í rúman áratug. Allir mælikvarðar hafi verið á niðurleið frá árinu 2012 og á sama tíma og önnur lönd í svipaðri stöðu hafi komið sér á strik hefur Íslendingum ekkert tekist að spyrna fótum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að nem­endur hafi aldrei mætt í leik­fimi

Íþróttakennari til 25 ára segir þátttöku barna í skólaleikfimi hafa dregist mjög saman á undanförnum árum. Almenn vanlíðan meðal nemenda hafi aukist og dæmi eru um að börn hafi verið í skólanum hans í nokkurn tíma án þess að hafa mætt í íþróttatíma.

Innlent
Fréttamynd

Veit Inga hvað hún syngur?

Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeiri í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg .

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­rýnin hugsun skipti máli

Mál rektors Bifrastar er nú til formlegrar skoðunar hjá Persónuvernd. Gervigreind var nýtt til að meta réttmæti höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans. Sérfræðingur í tæknirétti segir mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun við notkun gervigreindar og að mannleg dómgreind þurfi að koma að íþyngjandi ákvörðunum.

Innlent
Fréttamynd

Í gamla daga voru allir læsir

Þegar ég byrjaði að kenna 1997 var umfjöllun um unglinga yfirleitt neikvæð. Hópslagsmál, hnífaburður, heimagerðar flugeldasprengjur á klósettum, íkveikjur, drykkja, skemmdarverk og almennar óspektir voru daglegt brauð, samkvæmt blöðunum.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin segir upp leigu­samningi og 54 barna leik­skóla að ó­breyttu lokað

Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans.

Innlent
Fréttamynd

Er á­kveðin stétt sér­fræðinga ekki lengur mikil­væg?

Hlutverk kennara hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum samhliða sífellt fjölbreyttari nemendahópi. Í dag er ekki lengur gert ráð fyrir að einn kennsluháttur henti öllum, heldur þarf skólastarf að byggjast á sveigjanleika, faglegri greiningu og markvissum stuðningi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki eina ríkis­leið í skóla­málum, takk!

Kastljósið beinist þessa dagana að skólamálum í kjölfar yfirlýsinga nýs ráðherra í barna-og menntamálaráðuneytinu um endurskoðun og uppstokkun á skólakerfinu. Það er fagnaðarefni að ráðherrann tali umbúðalaust um þau vandamál sem við blasa og að taka eigi á málunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Við höfum ekkert að fela“

Mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið ekkert hafa að fela hvað varði niðurstöður einstakra grunnskóla í samræmdum prófum. Nemendur í grunnskóla taka samræmd próf í fyrsta skipti í fimm ár í vor.

Innlent
Fréttamynd

Er B minna en 8?

Undanfarna mánuði hefur sífellt oftar verið gagnrýnt að gefa börnum einkunn í formi bókstafa í stað tölueinkanna. Sumir halda því fram að bókstafirnir sjálfir standi í vegi fyrir framförum í læsi og námi. En eigum við virkilega að láta umræðuna snúast um það hvort barnið fái 8 eða B?

Skoðun