Íran

Fréttamynd

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að af­höfða eigin­konu sína

Íranskur karlmaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að afhöfða sautján ára eiginkonu sína. Konan hafði flúið land þegar maðurinn vildi ekki leyfa henni að skilja við sig en sneri aftur eftir að fjölskylda hennar sagðist geta tryggt öryggi hennar. Hún var myrt nokkrum dögum síðar. 

Erlent
Fréttamynd

Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran

Bresk-ír­anski maður­inn Alireza Ak­bari var tekinn af lífi í Íran eft­ir að hafa verið sakaður um njósn­ir fyr­ir Bret­land. Af­tak­an hef­ur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum.

Erlent
Fréttamynd

Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mót­mælin í Íran

Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum.

Erlent
Fréttamynd

Feminískur draumur á jólum

Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran

Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi.

Erlent
Fréttamynd

Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni

Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar.

Erlent
Fréttamynd

Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur

Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum.

Fótbolti
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.