Trúmál

Hugleiðing um síðustu fötin og hvernig við tölum um dauðann við börn
Dauðinn er stórt orð; sterkt og gildishlaðið, jafnvel óhugnanlegt. Þrátt fyrir að dauðinn geti falið í sér ákveðna líkn þá tengjum við hann eðlilega við eitthvað sem er sárt. Orð eins og missir, sorg, vanlíðan og e.t.v. áhyggjur eru orð sem koma strax upp í huga mér.

Championship Manager-hetjan með flippaða hárið orðinn prestur
Misjafnt er hvað fótboltamenn taka sér fyrir hendur eftir að ferlinum lýkur. Taribo West fór nokkuð óhefðbundna leið eftir að skórnir fóru á hilluna.

Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum
Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður.

Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri.

Kardinálinn George Pell er látinn
Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður.

Bríet og Friðrik Dór: Kosmískir listamenn
Á tíu til tuttugu ára fresti koma fram einstakir listamenn á sjónarsviðið ef við sem samfélag erum það lánsöm.Listamenn sem hafa eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt með sér og snerta mann að innsta kjarna með tónlist sinni, myndlist eða öðru stórkostlegu listformi.

Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa
Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum.

Áramótahugleiðing
Megi góður guð veita þér og þínum gleði og farsæld á komandi ári. Af hættu við að hljóma eins og jólakort, tek ég innilega undir þessa kveðju sem er svo sjálfsagður hluti af menningu okkar og hátíðarhöldum að við stöldrum sjaldnast við.

Biskup Íslands tilkynnir starfslok
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands mun láta af embætti eftir átján mánuði. Þetta kom fram í nýárspredikun hennar í Dómkirkjunni í morgun.

Benedikt páfi er látinn
Benedikt sextándi, fyrrverandi páfi er látinn. Hann var 95 ára gamall.

Gleði og sorg á tímum vantrúar
Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021).

Benedikt sextándi sagður „mjög veikur“
Frans páfi segir að heilsa forvera síns í embætti, Benedikt sextánda páfa, sé orðin slæm og að hann sé nú „mjög veikur“.

Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári
Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina.

Fjölmenning og menningarlæsi
Ísland er fjölmenningarsamfélag, þar sem Íslendingar nýir sem ættbornir, birta fjölbreytileika í viðhorfum, venjum og lífsskoðunum.

Hallærislegt að kirkjan spili sig sem fórnarlamb
Formaður Siðmenntar segir hallærislegt að kirkjan láti eins og hún sé fórnarlamb. Kirkjan sé í mikilli forréttindastöðu og fái ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Hún gagnrýnir jólaprédikun biskups, sem sagði óvinsælt að nefna Guð kristinna manna í almennri umræðu.

Frans páfi bað fyrir Úkraínumönnum
Frans páfi talaði um innrásina í Úkraínu í jólaávarpi sínu í dag. Hann bað almenning um að biðja fyrir Úkraínumönnum, sem væru án rafmagns og hita.

Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu.

„Ég fór í fangelsi frjáls maður“
Daníel Rafn Guðmundsson sökk djúpt ofan í undirheima Reykjavíkur á tímabili og upplifði sláandi hluti. Þegar hann mætti í fangelsi til að afplána dóm fyrir líkamsárás var hann hins vegar laus undan fíkn og hafði þar frelsast til kristinnar trúar.

8.000.000.000 manna, ágirnd og Jesúbarnið
15. nóvember síðastliðinn fæddist enn eitt Jesúbarnið í heiminum, Jesúbarn númer 8000000000. Hvort Kaspar, Melkjór og Baltasar gáfu því gull, reykelsi og myrru kom ekki fram í fréttatilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar benda samtökin á að menn, karlar og konur, verði um 9 milljarðar talsins 2037, og 10 milljarðar tuttugu árum síðar, eða 2057.

Íslensk jól: fyrir alla eða bara suma?
Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir.