Fréttir Forseta Túnis afhent trúnaðarbréf Sendiherra Íslands í Túnis, Svavar Gestsson, afhenti forseta lýðveldisins Túnis, Zine El Abidine Ben Ali, trúnaðarbréf þann 29. júní s.l. Ræddi sendiherran við Túníska ráðamenn og var meðal annars rætt um undirbúning að framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og fríverslunarsamning Túnis og EFTA. Innlent 30.6.2006 16:08 Alþjóðleg leiklistarhátíð Döff-leikhúsa Á Akureyri er í uppsiglingu alþjóðleg leiklistarhátíð leikhúsa sem sérhæfa sig í leikhúsi fyrir heyrnarlausa, svo kölluð Döff-leikhús. Hátíðin sem haldin er í samvinnu við norræna menningarhátíð heyrnarlausra, ber nafnið Draumar 2006 og verður dagana 10.-16. júlí á sama tíma og Listasumar á Akureyri. Innlent 30.6.2006 15:58 Forseti Grikklands á leið til Íslands Forseti Grikklands, Karolos Papoulias og kona hans May Papoulis, munu koma í opinbera heimsókn til Íslands 5.-7. júlí næstkomandi í boði forseta Íslands. George W. Bush, Bandaríkaforseti, mun þá einnig vera á landinu, í opinberri heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar en hann kemur til landsins 4. júlí. Innlent 30.6.2006 15:14 Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 30.6.2006 15:04 Rannsókn ekki lokið á klórgasslysinu Lögreglan á Eskifirði hefur ekki lokið rannsókn sinni á klórgasslysinu sem varð á Eskifirði á þriðjudag. Ekki er búist við að rannsókninni ljúki fyrr en eftir helgi. Um þrjátíu mans voru fluttir á sjúkrahús eftir að edeksýru var blandað saman við klór í tanki sundlaugarinnar á Eskifirði. Innlent 30.6.2006 14:57 Fellur úr gildi á miðnætti Samkeppniseftirlitið álítur að samkeppni geti þrifist á leigubílamarkaði. Verðlagning eigi ekki að vera verkefni stofnunarinnar. Leigubílstjórar eru þó ósáttir við afnám hámarksökutaxta sem tekur gildi á morgun. Innlent 30.6.2006 14:38 Íslandspóstur veitir launahækkun Félagsmenn Póstmannafélags Íslands munu frá og með 1. ágúst fá 15.000 kr. launahækkun. Íslandspóstur gaf út yfirlýsingu í dag þess efnis að laun allra starfsmanna sem taka laun samkvæmt launatöxtum í kjarasamningi Póstmannafélagsins og Íslandspósts muni hækka sem að þessu nemur. Íslandspóstur segist með þessari hækkun vera að framfylgja þeirri stefnu fyrirtækisins að hækka laun þeirra er lægst eru launaðir hjá fyrirtækinu. Fulltrúar Póstmannafélagsins voru að vonum ánægðir með þessa ákvörðun. Innlent 30.6.2006 14:24 Samfylkingin tapar miklu fylgi Samfylkingin tapar miklu fylgi og mælist með aðeins rúm tuttugu og fjögur prósent, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en Sjálfstæðisflokkurinn og minni flokkarnir vinna á. Innlent 30.6.2006 13:54 Eldur kviknar í spilhúsi Eldur kviknaði í svonefndu spilhúsi í Slippnum við Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun, en þar eru dráttarspil til að draga skip upp í slippinn. Slökkviliðið sendi liðsafla á vettvang þar sem málningargeymsla er skammt frá spilhúsinu, full af eldfimum efnum. Greiðlega gekk hinsvegar að slökkva eldinn í spilhúsinu og var hættan þar með úr sögunni. Eldsupptök eru ókunn. Innlent 30.6.2006 14:01 Fráskilin hjón dæmd fyrir ofbeldi hvort gegn öðru Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fráskilin hjón í fimm og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru, karlinn fyrir að hafa gengið í skrokk á konunni og konuna fyrir að hafa stungið karlinn með hnífi. Við rannsókn málsins fundust hátt í 200 kannabisplöntur í fórum þeirra, 280 grömm af marijúana og fimm lítrar af kannabisblönduðum vökva. Innlent 30.6.2006 13:44 Vöruskiptahallinn við útlönd meiri en nokkru sinni Vöruskiptahallinn við útlönd það sem af er árinu er meiri en nokkru sinni í sögu lýðveldisins, mældur á föstu verðlagi. Óvenju miklar tolltekjur skýra að hluta miklar tekjur ríkissjóðs. Viðskipti innlent 30.6.2006 13:39 Hluthafar styðja yfirtökutilboð Mittal Steel Rúmur helmingur hluthafa í evrópska stálframleiðandanum Arcelor var mótfallinn samruna við rússneska stálfyrirtækið Severstal á hluthafafundi fyrirtækisins í dag. Meirihluti hluthafa er hins vegar fylgjandi yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Viðskipti erlent 30.6.2006 13:06 20 höfðu sagt upp á hádegi Fjöldi starfsmanna hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra ætlar að segja upp störfum í dag vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Starfsmenn Svæðisskrifstofu Reykjaness byrjuðu að skila inn uppsagnarbréfum klukkan 11 í morgun og höfðu um tuttugu manns sagt upp skömmu fyrir hádegi. Innlent 30.6.2006 12:41 Menntamálaráðherra skipar í stjórn Rannsóknasjóðs Menntamálaráðherra hefur skipað stjórn Rannsóknasjóðs, með Guðrúnu Nordal sem formann. Hlutverk sjóðsins er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi svo sem skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki. Stjórn Rannsóknasjóðs er heimilt, að tillögu vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, að veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í vísindarannsóknum af ráðstöfunarfé Rannsóknasjóðs. Stjórn Rannsóknasjóðs fer einnig með stjórn Tækjasjóðs. Innlent 30.6.2006 12:32 14 drukknað í flóðum í Kína Að minnsta kosti 14 hafa druknað og jafn margir slasast í flóðum í suð vestur hluta Kína síðustu tvo daga. Mikið hefur rignt á svæðinu og hefur úrkoma mælst 10-15 cm. Erlent 30.6.2006 10:08 Einum lið af 19 vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag fyrsta ákærulið af 19 í Baugsmálinu frá dómi. Sá ákæruliður snýr að sölu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Vöruveltunni til Baugs. Dómurinn hafnaði hins vegar kröfu verjenda um að vísa hinum átján ákæruliðunum frá dómi. Innlent 30.6.2006 12:20 Bauð hæst í mat með Buffett Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljónir íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha“, sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Viðskipti erlent 30.6.2006 12:18 Rauði krossinn óskar eftir leyfi til að flytja hjálpargögn á Gaza Alþjóða Rauði krossinn hefur óskað eftir því að Ísraelar leyfi flutning á nauðsynlegum hjálpargöngum til íbúa á Gaza-svæðinu. Talsmaður samtakanna segir Ísraelum skylt, samkvæmt alþjóðalögum, að tryggja íbúum á svæðinu nauðsynleg lyf og önnur hjálpargögn. Erlent 30.6.2006 10:04 Mikill lax slæðist í veiðarfæri á sjó úti Í nýlegri könnun IMG Gallup kemur fram að fjöldi laxa í sjó sem slæðast með í veiðarfæri sjómanna eru 3200 til 7000 laxar á vertíð. Gallup sendi út spurningar til sjómanna í landinu og niðurstaðan er mikið hærri fjöldi laxa en talið hafði verið. Þetta magn jafnast á við tvöfalda heildarveiði úr fengsælustu laxveiðiám landsins þegar sem best lætur. Þetta kemur fram á vef Skessuhornsins. Innlent 30.6.2006 12:07 Umræðufundur um þjónustuskipun ESB BSRB hefur boðað til umræðufundar, fimmtudaginn 6. júlí, um þjónustuskipun ESB, opnun vinnumarkaðarins og stöðu verkalýðshreyfingarinnar í Austur Evrópu. Gestir funarins eru forystumenn Alþjóðasamtaka starfsmanna í almannaþjónustu (PSI), þeir Alan Leather sem hefur verið ábyrgur fyrir málum heilbrigðisgeirans innan PSI og Jürgen Buxbaum, framkvæmdastjóri Evrópudeildar PSI. Innlent 30.6.2006 11:52 Þingmaður VG vill fund þingmanna Norðvesturkjördæmis Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna í Noðrvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að fyrsti þingmaður kjördæmisins, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, kalli saman þingmenn kjördæmisins og stjórnendur Vegagerðarinnar til að fjalla um niðurskurð á vegaframvæmdum í fjórðungnum. Innlent 30.6.2006 09:55 Bíræfið rán í Grimsby Bíræfði og þaulskipulagt rán var framið í frystigeymslu í Grimsby um síðustu helgi og er ræningjanna enn leitað, að því er fram kemur á vefsíðu Grimsby. Eftir að hafa barið næturvörð og læst framkvæmdastjóra frystigeymslunnar og son hans inni, lestuðu ræningjarnir fimm stolna frystibíla með frystum fiski, að andvirði 140 milljónir króna og komust undan. Erlent 30.6.2006 09:53 Nýr aðstoðamaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur verið ráðinn. Arnar Þór Sævarsson, héraðsdómslögmaður,hefur verið ráðinn aðstoðarmaður iðnaðar-og viðskiptaráðherra frá og með 1. júlí næst komandi. Arnar Þór er 34 ára og hefur áður starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og þar á eftir Símanum. Hann er útskrifaður frá Háskóla Íslands árið 1999 en öðlaðist hérðasdómslögmannaréttindi árið 2000 og lauk prófi í verðbéfaviðskiptum árið 2001. Innlent 30.6.2006 11:16 Ökumenn kúgaðir í Peking Lögreglan í Peking í Kína varaði í gær ökumenn við óvenjulegri fjárkúgunarstarfsemi sem hópur manna hefur orðið uppvís að þar í borg. Þeir hafa nefnilega stundað það að valda árekstrum við ökumenn utanbæjarbíla og heimta svo háar upphæðir í skaðabætur. Erlent 30.6.2006 09:50 Ferð Discovery verður ekki frestað Stjórnendur bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, segja að hægt verði að skjóta Discovery-geimflauginni á loft um laugardaginn eins og fyrirhugað er. Þeir segjast vissulega þurfa að taka tillit til veðurs en það eigi þó ekki að tefja áæltað geimskot. Þetta verður þá í fyrsta sinn í tæpt ár sem flauginni er skotið á loft. Erlent 30.6.2006 09:47 Ísland tekur þátt í Feneyjar tvíæringnum Ísland mun í ár, í fyrsta sinn, taka þátt í Feneyja tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag er haldin verður í Feneyjum 10. september til 19. nóvember. Framlag Íslendinga mun vera kynning á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Austurhöfn í Reykjavík ásamt skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. Hönnun hússins verður í brennidepli en ásamt því verður lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menningar og ráðstefnuborg. Innlent 30.6.2006 10:53 Eimskip tapaði 1,37 milljörðum Eimskip tapaði rúmum 1,37 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 496 milljónum króna. Afkoman er í takt við væntingar stjórnenda Eimskips. Starfsemi félagsins er háð árstíðasveiflum og myndast meirihluti af árshagnaði félagsins á síðari hluta rekstrarársins. Viðskipti innlent 30.6.2006 10:50 Bush vill nýjan herrétt Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að mál fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fari fyrir herrétt þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að skipan slíks dómstóls sé ólögmæt. Úrskurður réttarins frá í gær er sagður mikið áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Erlent 30.6.2006 09:43 Markaðsdagur í Bolungarvík Hinn árlegi Markaðsdagur í Bolungarvík er á morgun, 1. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður yfir daginn og fjölmargir sölubásar verða á staðnum. Skemmtuninni lýkur svo um kvöldið með stórdansleik. Innlent 30.6.2006 10:34 Jarðskjálfti upp á 2,5 á Richter Jarðskjálfti upp á 2,5 á Richter varð norðvestur af Grindavík laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Ekki er vitað um neitt tjón af hans völdum, en fólk, sem var vakandi í Grindavík, fann hann greinilega. Innlent 30.6.2006 09:40 « ‹ ›
Forseta Túnis afhent trúnaðarbréf Sendiherra Íslands í Túnis, Svavar Gestsson, afhenti forseta lýðveldisins Túnis, Zine El Abidine Ben Ali, trúnaðarbréf þann 29. júní s.l. Ræddi sendiherran við Túníska ráðamenn og var meðal annars rætt um undirbúning að framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og fríverslunarsamning Túnis og EFTA. Innlent 30.6.2006 16:08
Alþjóðleg leiklistarhátíð Döff-leikhúsa Á Akureyri er í uppsiglingu alþjóðleg leiklistarhátíð leikhúsa sem sérhæfa sig í leikhúsi fyrir heyrnarlausa, svo kölluð Döff-leikhús. Hátíðin sem haldin er í samvinnu við norræna menningarhátíð heyrnarlausra, ber nafnið Draumar 2006 og verður dagana 10.-16. júlí á sama tíma og Listasumar á Akureyri. Innlent 30.6.2006 15:58
Forseti Grikklands á leið til Íslands Forseti Grikklands, Karolos Papoulias og kona hans May Papoulis, munu koma í opinbera heimsókn til Íslands 5.-7. júlí næstkomandi í boði forseta Íslands. George W. Bush, Bandaríkaforseti, mun þá einnig vera á landinu, í opinberri heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar en hann kemur til landsins 4. júlí. Innlent 30.6.2006 15:14
Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 30.6.2006 15:04
Rannsókn ekki lokið á klórgasslysinu Lögreglan á Eskifirði hefur ekki lokið rannsókn sinni á klórgasslysinu sem varð á Eskifirði á þriðjudag. Ekki er búist við að rannsókninni ljúki fyrr en eftir helgi. Um þrjátíu mans voru fluttir á sjúkrahús eftir að edeksýru var blandað saman við klór í tanki sundlaugarinnar á Eskifirði. Innlent 30.6.2006 14:57
Fellur úr gildi á miðnætti Samkeppniseftirlitið álítur að samkeppni geti þrifist á leigubílamarkaði. Verðlagning eigi ekki að vera verkefni stofnunarinnar. Leigubílstjórar eru þó ósáttir við afnám hámarksökutaxta sem tekur gildi á morgun. Innlent 30.6.2006 14:38
Íslandspóstur veitir launahækkun Félagsmenn Póstmannafélags Íslands munu frá og með 1. ágúst fá 15.000 kr. launahækkun. Íslandspóstur gaf út yfirlýsingu í dag þess efnis að laun allra starfsmanna sem taka laun samkvæmt launatöxtum í kjarasamningi Póstmannafélagsins og Íslandspósts muni hækka sem að þessu nemur. Íslandspóstur segist með þessari hækkun vera að framfylgja þeirri stefnu fyrirtækisins að hækka laun þeirra er lægst eru launaðir hjá fyrirtækinu. Fulltrúar Póstmannafélagsins voru að vonum ánægðir með þessa ákvörðun. Innlent 30.6.2006 14:24
Samfylkingin tapar miklu fylgi Samfylkingin tapar miklu fylgi og mælist með aðeins rúm tuttugu og fjögur prósent, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en Sjálfstæðisflokkurinn og minni flokkarnir vinna á. Innlent 30.6.2006 13:54
Eldur kviknar í spilhúsi Eldur kviknaði í svonefndu spilhúsi í Slippnum við Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun, en þar eru dráttarspil til að draga skip upp í slippinn. Slökkviliðið sendi liðsafla á vettvang þar sem málningargeymsla er skammt frá spilhúsinu, full af eldfimum efnum. Greiðlega gekk hinsvegar að slökkva eldinn í spilhúsinu og var hættan þar með úr sögunni. Eldsupptök eru ókunn. Innlent 30.6.2006 14:01
Fráskilin hjón dæmd fyrir ofbeldi hvort gegn öðru Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fráskilin hjón í fimm og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru, karlinn fyrir að hafa gengið í skrokk á konunni og konuna fyrir að hafa stungið karlinn með hnífi. Við rannsókn málsins fundust hátt í 200 kannabisplöntur í fórum þeirra, 280 grömm af marijúana og fimm lítrar af kannabisblönduðum vökva. Innlent 30.6.2006 13:44
Vöruskiptahallinn við útlönd meiri en nokkru sinni Vöruskiptahallinn við útlönd það sem af er árinu er meiri en nokkru sinni í sögu lýðveldisins, mældur á föstu verðlagi. Óvenju miklar tolltekjur skýra að hluta miklar tekjur ríkissjóðs. Viðskipti innlent 30.6.2006 13:39
Hluthafar styðja yfirtökutilboð Mittal Steel Rúmur helmingur hluthafa í evrópska stálframleiðandanum Arcelor var mótfallinn samruna við rússneska stálfyrirtækið Severstal á hluthafafundi fyrirtækisins í dag. Meirihluti hluthafa er hins vegar fylgjandi yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Viðskipti erlent 30.6.2006 13:06
20 höfðu sagt upp á hádegi Fjöldi starfsmanna hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra ætlar að segja upp störfum í dag vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Starfsmenn Svæðisskrifstofu Reykjaness byrjuðu að skila inn uppsagnarbréfum klukkan 11 í morgun og höfðu um tuttugu manns sagt upp skömmu fyrir hádegi. Innlent 30.6.2006 12:41
Menntamálaráðherra skipar í stjórn Rannsóknasjóðs Menntamálaráðherra hefur skipað stjórn Rannsóknasjóðs, með Guðrúnu Nordal sem formann. Hlutverk sjóðsins er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi svo sem skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki. Stjórn Rannsóknasjóðs er heimilt, að tillögu vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, að veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í vísindarannsóknum af ráðstöfunarfé Rannsóknasjóðs. Stjórn Rannsóknasjóðs fer einnig með stjórn Tækjasjóðs. Innlent 30.6.2006 12:32
14 drukknað í flóðum í Kína Að minnsta kosti 14 hafa druknað og jafn margir slasast í flóðum í suð vestur hluta Kína síðustu tvo daga. Mikið hefur rignt á svæðinu og hefur úrkoma mælst 10-15 cm. Erlent 30.6.2006 10:08
Einum lið af 19 vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag fyrsta ákærulið af 19 í Baugsmálinu frá dómi. Sá ákæruliður snýr að sölu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Vöruveltunni til Baugs. Dómurinn hafnaði hins vegar kröfu verjenda um að vísa hinum átján ákæruliðunum frá dómi. Innlent 30.6.2006 12:20
Bauð hæst í mat með Buffett Kvöldverðarboð með bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett fór á 620.100 Bandaríkjadali, jafnvirði 47,6 milljónir íslenskra króna, á uppboðsvefnum e-bay í gær. Þetta er hæsta boð sem einstaklingur hefur greitt fyrir að snæða með „vitringnum frá Omaha“, sem á dögunum ákvað að láta 85 prósent af auðæfum sínum renna til góðgerðarmála. Viðskipti erlent 30.6.2006 12:18
Rauði krossinn óskar eftir leyfi til að flytja hjálpargögn á Gaza Alþjóða Rauði krossinn hefur óskað eftir því að Ísraelar leyfi flutning á nauðsynlegum hjálpargöngum til íbúa á Gaza-svæðinu. Talsmaður samtakanna segir Ísraelum skylt, samkvæmt alþjóðalögum, að tryggja íbúum á svæðinu nauðsynleg lyf og önnur hjálpargögn. Erlent 30.6.2006 10:04
Mikill lax slæðist í veiðarfæri á sjó úti Í nýlegri könnun IMG Gallup kemur fram að fjöldi laxa í sjó sem slæðast með í veiðarfæri sjómanna eru 3200 til 7000 laxar á vertíð. Gallup sendi út spurningar til sjómanna í landinu og niðurstaðan er mikið hærri fjöldi laxa en talið hafði verið. Þetta magn jafnast á við tvöfalda heildarveiði úr fengsælustu laxveiðiám landsins þegar sem best lætur. Þetta kemur fram á vef Skessuhornsins. Innlent 30.6.2006 12:07
Umræðufundur um þjónustuskipun ESB BSRB hefur boðað til umræðufundar, fimmtudaginn 6. júlí, um þjónustuskipun ESB, opnun vinnumarkaðarins og stöðu verkalýðshreyfingarinnar í Austur Evrópu. Gestir funarins eru forystumenn Alþjóðasamtaka starfsmanna í almannaþjónustu (PSI), þeir Alan Leather sem hefur verið ábyrgur fyrir málum heilbrigðisgeirans innan PSI og Jürgen Buxbaum, framkvæmdastjóri Evrópudeildar PSI. Innlent 30.6.2006 11:52
Þingmaður VG vill fund þingmanna Norðvesturkjördæmis Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna í Noðrvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að fyrsti þingmaður kjördæmisins, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, kalli saman þingmenn kjördæmisins og stjórnendur Vegagerðarinnar til að fjalla um niðurskurð á vegaframvæmdum í fjórðungnum. Innlent 30.6.2006 09:55
Bíræfið rán í Grimsby Bíræfði og þaulskipulagt rán var framið í frystigeymslu í Grimsby um síðustu helgi og er ræningjanna enn leitað, að því er fram kemur á vefsíðu Grimsby. Eftir að hafa barið næturvörð og læst framkvæmdastjóra frystigeymslunnar og son hans inni, lestuðu ræningjarnir fimm stolna frystibíla með frystum fiski, að andvirði 140 milljónir króna og komust undan. Erlent 30.6.2006 09:53
Nýr aðstoðamaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur verið ráðinn. Arnar Þór Sævarsson, héraðsdómslögmaður,hefur verið ráðinn aðstoðarmaður iðnaðar-og viðskiptaráðherra frá og með 1. júlí næst komandi. Arnar Þór er 34 ára og hefur áður starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og þar á eftir Símanum. Hann er útskrifaður frá Háskóla Íslands árið 1999 en öðlaðist hérðasdómslögmannaréttindi árið 2000 og lauk prófi í verðbéfaviðskiptum árið 2001. Innlent 30.6.2006 11:16
Ökumenn kúgaðir í Peking Lögreglan í Peking í Kína varaði í gær ökumenn við óvenjulegri fjárkúgunarstarfsemi sem hópur manna hefur orðið uppvís að þar í borg. Þeir hafa nefnilega stundað það að valda árekstrum við ökumenn utanbæjarbíla og heimta svo háar upphæðir í skaðabætur. Erlent 30.6.2006 09:50
Ferð Discovery verður ekki frestað Stjórnendur bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, segja að hægt verði að skjóta Discovery-geimflauginni á loft um laugardaginn eins og fyrirhugað er. Þeir segjast vissulega þurfa að taka tillit til veðurs en það eigi þó ekki að tefja áæltað geimskot. Þetta verður þá í fyrsta sinn í tæpt ár sem flauginni er skotið á loft. Erlent 30.6.2006 09:47
Ísland tekur þátt í Feneyjar tvíæringnum Ísland mun í ár, í fyrsta sinn, taka þátt í Feneyja tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag er haldin verður í Feneyjum 10. september til 19. nóvember. Framlag Íslendinga mun vera kynning á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Austurhöfn í Reykjavík ásamt skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. Hönnun hússins verður í brennidepli en ásamt því verður lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menningar og ráðstefnuborg. Innlent 30.6.2006 10:53
Eimskip tapaði 1,37 milljörðum Eimskip tapaði rúmum 1,37 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 496 milljónum króna. Afkoman er í takt við væntingar stjórnenda Eimskips. Starfsemi félagsins er háð árstíðasveiflum og myndast meirihluti af árshagnaði félagsins á síðari hluta rekstrarársins. Viðskipti innlent 30.6.2006 10:50
Bush vill nýjan herrétt Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að mál fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fari fyrir herrétt þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að skipan slíks dómstóls sé ólögmæt. Úrskurður réttarins frá í gær er sagður mikið áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Erlent 30.6.2006 09:43
Markaðsdagur í Bolungarvík Hinn árlegi Markaðsdagur í Bolungarvík er á morgun, 1. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður yfir daginn og fjölmargir sölubásar verða á staðnum. Skemmtuninni lýkur svo um kvöldið með stórdansleik. Innlent 30.6.2006 10:34
Jarðskjálfti upp á 2,5 á Richter Jarðskjálfti upp á 2,5 á Richter varð norðvestur af Grindavík laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Ekki er vitað um neitt tjón af hans völdum, en fólk, sem var vakandi í Grindavík, fann hann greinilega. Innlent 30.6.2006 09:40