Viðskipti innlent

Vöruskiptahallinn við útlönd meiri en nokkru sinni

Vöruskiptahallinn við útlönd það sem af er árinu er meiri en nokkru sinni í sögu lýðveldisins, mældur á föstu verðlagi. Óvenju miklar tolltekjur skýra að hluta miklar tekjur ríkissjóðs. Vörur fyrir tæpa 24 milljarða króna voru fluttar út í síðasta mánuði en til landsins fyrir tæpa 35 milljarða þannig að vöruskiptin í mánuðinum voru óhagstæð um ellefu milljarða króna samanborið við níu milljarða í sama mánuði í fyrra. Fyrstu fimm mánuði ársins nemur vöruskiptahallinn rúmum 52 milljörðum króna samanborið við rösklega 29 milljarða á sama timabili í fyrra og er því um 23 milljörðum lakari í ár en í fyrra. Þessi staða er uppi þrátt fyrir að útflutningur í ár sé tæpum níu prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 58 prósent alls útlutnings og iðnaðarvörur komu næstar með 38 prósent og mikla aukningu í verðmæti, sem að verulegu leit má rekja til hækkandi álverðs á heimsmarkaði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×