Innlent

Menntamálaráðherra skipar í stjórn Rannsóknasjóðs

Menntamálaráðherra hefur skipað stjórn Rannsóknasjóðs, með Guðrúnu Nordal sem formann. Hlutverk sjóðsins er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi svo sem skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki. Stjórn Rannsóknasjóðs er heimilt, að tillögu vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, að veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í vísindarannsóknum af ráðstöfunarfé Rannsóknasjóðs. Stjórn Rannsóknasjóðs fer einnig með stjórn Tækjasjóðs.

Stjórnina skipa:

Guðrún Nordal, formaður

Allyson Macdonald, varamaður

Alda Möller, aðalmaður

Jakob Kristjánsson, varamaður

Unnur Þorsteinsdóttir, aðalmaður

Magnús Gottfreðsson, varamaður

Ólafur Arnalds, aðalmaður

Bryndís Brandsdóttir, varamaður

Bjarki Brynjarsson, aðalmaður

Hannes Jónsson, varamaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×