Innlent

Alþjóðleg leiklistarhátíð Döff-leikhúsa

Á Akureyri er í uppsiglingu alþjóðleg leiklistarhátíð leikhúsa sem sérhæfa sig í leikhúsi fyrir heyrnarlausa, svo kölluð Döff-leikhús. Hátíðin sem haldin er í samvinnu við norræna menningarhátíð heyrnarlausra, ber nafnið Draumar 2006 og verður dagana 10.-16. júlí á sama tíma og Listasumar á Akureyri. Á hátíðina munu koma virt Döff leikhús frá öllum heimshornum svo sem Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Asíu. Leiksýningarnar verða fjölbreyttar og fara fram ýmist á talmáli og táknmáli eða engu tungumáli svo allir eiga að geta notið sýninganna. Leiklistarhátíðin er öllum opin, heyrnarlausum sem og heyrendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×