Innlent

Eldur kviknar í spilhúsi

Eldur kviknaði í svonefndu spilhúsi í Slippnum við Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun, en þar eru dráttarspil til að draga skip upp í slippinn. Slökkviliðið sendi liðsafla á vettvang þar sem málningargeymsla er skammt frá spilhúsinu, full af eldfimum efnum. Greiðlega gekk hinsvegar að slökkva eldinn í spilhúsinu og var hættan þar með úr sögunni. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×