Innlent

20 höfðu sagt upp á hádegi

Fjöldi starfsmanna hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra ætlar að segja upp störfum í dag vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Starfsmenn Svæðisskrifstofu Reykjaness byrjuðu að skila inn uppsagnarbréfum klukkan 11 í morgun og höfðu um tuttugu manns sagt upp skömmu fyrir hádegi. Starfsmenn svæðisskrifstofunnar í Reykjavík ætla að skila inn sínum uppsagnarbréfum klukkan tvö í dag. Haldinn var árangurslaus fundur í deilunni í gær milli félagsmanna og ríkisins og var fundi frestað til miðvikudags. Starfsmenn vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni sem eru með um 25 þúsund krónum hærri mánaðarlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×