Innlent

Þingmaður VG vill fund þingmanna Norðvesturkjördæmis

Jón Bjarnason, þingmaður VG.
Jón Bjarnason, þingmaður VG. MYND/Pjetur Sigurðsson

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna í Noðrvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að fyrsti þingmaður kjördæmisins, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, kalli saman þingmenn kjördæmisins og stjórnendur Vegagerðarinnar til að fjalla um niðurskurð á vegaframvæmdum í fjórðungnum.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum blasir við að slegið verði á frest brýnum vegaabótum við Ísafjarðardjúp, þar sem ekki var búið að bjóða verkþættina út, áður en ríkisstjórnin boðaði niðurskurð á framkvæmdum nýverið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×