Innlent

Íslandspóstur veitir launahækkun

Félagsmenn Póstmannafélags Íslands munu frá og með 1. ágúst fá 15.000 kr. launahækkun. Íslandspóstur gaf út yfirlýsingu í dag þess efnis að laun allra starfsmanna sem taka laun samkvæmt launatöxtum í kjarasamningi Póstmannafélagsins og Íslandspósts muni hækka sem að þessu nemur. Íslandspóstur segist með þessari hækkun vera að framfylgja þeirri stefnu fyrirtækisins að hækka laun þeirra er lægst eru launaðir hjá fyrirtækinu. Fulltrúar Póstmannafélagsins voru að vonum ánægðir með þessa ákvörðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×