Innlent

Mikill lax slæðist í veiðarfæri á sjó úti

Í nýlegri könnun IMG Gallup kemur fram að fjöldi laxa í sjó sem slæðast með í veiðarfæri sjómanna eru 3200 til 7000 laxar á vertíð. Gallup sendi út spurningar til sjómanna í landinu og niðurstaðan er mikið hærri fjöldi laxa en talið hafði verið. Þetta magn jafnast á við tvöfalda heildarveiði úr fengsælustu laxveiðiám landsins þegar sem best lætur. Þetta kemur fram á vef Skessuhornsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×