Fréttir

Fréttamynd

Búist við dræmri kosningaþátttöku

Spánverjar hófu í morgun að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Búist er við dræmri kosningaþátttöku en að stjórnarskráin verði samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglufréttir

Innbrot í Sandgerði Þremur myndavélum, vídeóupptökuvél, sérríflösku og peningaveski var stolið úr húsi við Klapparstíg í Sandgerði að morgni sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki lækna útlendinga

Heimilislæknir nokkur í Harstad í Noregi hefur gefið heilbrigðisyfirvöldum í fylkinu ákveðin skilaboð um að hann vilji ekki hafa neitt með útlendinga að gera á læknastofu sinni. Þeir verði að leita annað með veikindi sín. Einnig þverneitar hann að meðhöndla konur með ófrjósemisvandamál og segist gjarnan vilja vera laus við kröfuharða sjúklinga.

Erlent
Fréttamynd

Minna á loforð um gervigrasvöll

Seltirningar eru orðnir þreyttir á að bíða eftir gervigrasvelli. Þeir söfnuðust saman á Hrólfsskálamel eftir hvatningu frá íþróttafélaginu Gróttu til að reka á eftir að gerður yrði gervigrasvöllur á svæðinu. Fjölmargir mættu og mynduðu hring á melnum til að sýna hvar framtíðaræfingasvæði íþróttakappa á Seltjarnarnesi á að vera.

Innlent
Fréttamynd

Myndband af líkamsárás á Netinu

Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt.

Innlent
Fréttamynd

Ákærur á hendur England mildaðar

Ákærur á hendur bandaríska hermanninum Lynndie England hafa verið mildaðar, en hún er sökuð um misþyrmingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu. Í stað þess að eiga yfir höfði sér tæplega fjörtíu ára fangelsisvist eru það rúm sextán ár nú. Saksóknari útskýrði ekki hvers vegna ákærunni hefði verið breytt.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmenni á safnanótt

Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á fyrstu safnanótt á Vetrarhátíð Reykjavíkur í Þjóðminjasafninu í gærkvöld. Gestum voru m.a. sýnd kjálkabein morðingjans Friðriks Sigurðssonar sem síðastur var tekinn af lífi á Íslandi ásamt vitorðskonu sinni Agnesi.

Innlent
Fréttamynd

Bein grænlenskra á Skriðuklaustri?

Hugsanlega skýrist á morgun hvort bein sem fundust við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri séu af grænlensku fólki. Komi það á daginn er það skýr vísbending um að tengsl Íslendinga og Grænlendinga hafi verið meiri en áður var talið.

Innlent
Fréttamynd

Landsnet endurskoðar áætlanir

Landsnet verður að endurskoða áætlanir sínar um Fljótsdalslínu eftir að iðnaðarráðuneytið synjaði eignarnámsheimild vegna tveggja jarða á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

756 prestar áskaðir um misnotkun

Rómversk-kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum bárust á síðasta ári 1.092 nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á börnum.

Erlent
Fréttamynd

Draugar á Þjóðminjasafni

Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á safnanótt í Þjóðminjasafninu á föstudagskvöld, sem haldin var í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél með fallhlíf

Öruggasta einkaflugvél í heimi rennur í stríðum straumi út úr verksmiðjunni í Minnesota í Bandaríkjunum. Íslendingurinn Snorri Guðmundsson á þátt í hönnun vélarinnar sem er framleidd með fallhlíf fyrir alla vélina.

Erlent
Fréttamynd

Fundaði með Norður-Kóreumönnum

Fulltrúi Kínverja átti í dag fund með yfirvöldum í Norður-Kóreu til þess að reyna að fá þau til að hefja aftur viðræður um kjarnorkuvopnáætlun sína. Norður-Kóreumenn drógu sig út úr viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál í Norður-Kóreu og lýstu um leið yfir að þeir ættu kjarnorkuvopn.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir á Þjóðahátíð

Nokkur þúsund mættu á Þjóðahátíð Alþjóðahúss í Perlunni í gær. Hátíðin var haldin í annað sinn og spáir framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, Einar Skúlason, því að hún stækki enn að ári.

Innlent
Fréttamynd

Clinton og Bush eldri safna fé

Tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna heimsóttu hamfarasvæðin í Suðaustur-Asíu í dag. Bill Clinton og George Bush eldri táruðust næstum þegar þeir ræddu við fréttamenn um taílensk börn sem misstu foreldra sína í flóðunum. Bush yngri valdi þá til að stýra fjáröflun til hjálpar fórnarlömbum hamfaranna.

Erlent
Fréttamynd

Hyggilegra að fresta undirskrift

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir á heimasíðu sinni að borgaryfirvöld hefðu betur frestað því að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu á hlut sínum í Landsvirkjun til ríkisins þar sem fyrirhuguð einkavæðing fyrirtækisins stríði gegn stefnu Vinstri - grænna. Hætta sé því á að R-listinn í Reykjavík gangi sundraður til þessara verka.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um stjórnarskrá ESB

Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins fer fram á Spáni í dag. Spánverjar verða þar með fyrsta þjóðin til að kjósa um stjórnarskrána en tíu aðrar þjóðir innan sambandsins hafa tilkynnt að þær ætli að bera hana undir þjóðaratkvæði.Ef eitt ríki neitar að staðfesta stjórnarskrána tekur hún ekki gildi.  

Erlent
Fréttamynd

Ellefu látnir í árásum í Írak

Að minnsta kosti 11 hafa látist og 90 særst í sjálfsmorðsárásum og sprengingum í hverfum sjíta í Bagdad í dag, en Ashura-trúarhátíð þeirra nær hámarki í dag. Maður á mótorhjóli sprengdi sjálfan sig í loft upp við jarðarför í mosku sjíta í morgun með þeim afleiðingum að að fjórir létust og tæplega 39 særðust.

Erlent
Fréttamynd

Þriggja tonna tjakki stolið

Brotist var inn í fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk.

Innlent
Fréttamynd

50 létust í sprengjuárásum

Að minnsta kosti 50 manns létust í sprengjuárásum uppreisnarmanna í Írak í gær þegar Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, náði hámarki. Meira en hundrað manns særðust í árásunum. Talið er að súnní-múslímar hafi skipulagt árásirnar.

Erlent
Fréttamynd

Eignarnámsbeiðni Landsnets hafnað

Iðnaðarráðuneytið hefur hafnað beiðni Landsnets um eignarnám á tveim jörðum í Reyðarfirði, Seljateigshjáleigu og Áreyjum, vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 milli Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaráls í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur atkvæði réðu úrslitum

Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, var kosinn formaður Félags grunnskólakennara á aðalfundi félagsins sem haldinn var á föstudag og laugardag á Hótel Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Atlantsolía opnar í Reykjavík

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnar fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir stefnt að því að opna fleiri stöðvar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok.

Innlent
Fréttamynd

Dragnótaveiðar innst í Eyjafirði

Smábátasjómenn við Eyjafjörð eru ævareiðir vegna heimildar sem sjávarútvegsráðuneytið veitti til dragnótaveiða í innanverðum Eyjafirði. Ráðuneytið vildi koma til móts við fiskeldi Brims en smábátasjómenn segja afkomu sinni ógnað og lífríki Eyjafjarðar og náttúruminjar séu í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán í Árbæjarapóteki

Vopnað rán var framið í Árbæjarapóteki um hádegisbil í dag. Tveir hettuklæddir menn í samfestingum vopnaðir hnífum komu inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki án þess þó að meiða neinn. Þeir létu greipar sópa í lyfjaskápum apóteksins en komust ekki í peningakassa.

Innlent
Fréttamynd

Össu sleppt í Grafningi

Össu sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum var sleppt í dag austur í Grafningi þar sem hún fannst særð snemma í janúar. Fuglinn sem fékk viðurnefnið Erna í garðinum hafði flogið á raflínu og farið úr lið á vinstri væng en gert var að sárum hennar og henni leyft að jafna sig í garðinum.

Innlent
Fréttamynd

Grásleppuvertíðin stytt

Vegna verðfalls á grásleppuhrognum og umframbirgða frá síðustu vertíð telur Landssamband smábátaeigenda nauðsynlegt að takmarka framboð á hrognum í ár.

Innlent
Fréttamynd

Nærri 130 börn látin vegna kulda

Tæplega 130 afgönsk börn hafa látist úr kulda á síðustu vikum. Örvæntingarfullir foreldrar gefa börnunum sínum ópíum til að lina þjáningarnar, segir heilbrigðisráðherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kórea vill engar viðræður

Stjórnvöld í Norður-Kóreu útiloka nú tvíhliða viðræður við Bandaríkjastjórn um kjarnorkuætlun landsins. Kínverska fréttastofan Xinhua hafði þetta eftir embættismanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins í gær.

Erlent
Fréttamynd

Einn fórst í bílsprengjutilræði

Einn meðlimur íröksku öryggissveitanna fórst í morgun þegar bílsprengja sprakk í Bakúba-borg í norðurhluta Íraks. Tveir særðust. Árásir sem þessar eru orðnar nær daglegt brauð í Írak. Öfgahópar súnnímúslima í Írak réðu að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í gær og árásir súnníta fara vaxandi dag frá degi.

Erlent