Erlent

Vill ekki lækna útlendinga

Heimilislæknir nokkur í Harstad í Noregi hefur gefið heilbrigðisyfirvöldum í fylkinu ákveðin skilaboð um að hann vilji ekki hafa neitt með útlendinga að gera á læknastofu sinni. Þeir verði að leita annað með veikindi sín. Einnig þverneitar hann að meðhöndla konur með ófrjósemisvandamál og segist gjarnan vilja vera laus við kröfuharða sjúklinga. Kröfur læknisins verða teknar fyrir í heilbrigðisnefnd bæjarins á morgun en ólíklegt er talið að gengið verði að þeim. Hver og einn heimilislæknir í Noregi verður að sinna ákveðnum fjölda sjúklinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×