Fréttir

Fréttamynd

Ísraelar skipuleggja árás á Íran

Ísraelsmenn hafa gengið frá leynilegum áætlunum um árásir á Íran, hætti Íranar ekki auðgun úrans og tryggi að ekki séu framleidd kjarnorkuvopn í landinu. Breska blaðið <em>Sunday Times</em> greinir frá þessu og segir að ríkisstjórn Ariels Sharons hafi samþykkt áætlunina á fundi í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Fylgi Blairs meðal kvenna minnkar

Fylgi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á meðal kvenna hefur dalað mjög frá því hann tók við embættinu árið 1997. Blair hefur hingað til verið mjög vinsæll hjá kvenkyns kjósendum en í könnun á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna og leiðtoga þeirra sem birt var í dag sést minnkandi fylgi Blairs á meðal kvenþjóðarinnar svart á hvítu.

Erlent
Fréttamynd

Drap sjö manns við kirkjuþjónustu

Sjö féllu þegar maður hóf skothríð á fólk sem var við kirkjuþjónustu á hóteli í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærdag. Byssumaðurinn svipti sig að lokum lífi.

Erlent
Fréttamynd

Rífandi gangur í boruninni í Eyjum

Rífandi gangur er nú við jarðborunina austan við Helgafell í Vestmannaeyjum. Fyrir helgi var búið að bora tæplega 130 metra. „Til að byrja með var um mjög gljúpt berg að ræða og hafa farið 13-15 rúmmetrar af steypu í holuna til að þétta hana,“ segir Ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja í samtali við Eyjar.net.

Innlent
Fréttamynd

Verktakar fórust í sprengingu

Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers.

Erlent
Fréttamynd

Spjótin beinast að Kútsjma

Eftir stjórnarskiptin í Úkraínu fyrir skemmstu hefur rannsókn á nærri fimm ára gömlu morði á rannsóknarblaðamanni miðað vel áfram. Eftir sjálfsvíg fyrrverandi innanríkisráðherra beinast spjótin nú að fyrrverandi forseta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Costa del glæpur

Spænska lögreglan kom upp um víðfeðman, alþjóðlegan glæpahring sem hafði bækistöðvar í Marbella við suðurströnd Spánar. Talið er að hringurinn hafi stundað peningaþvætti á yfir 300 milljónum dollara fyrir ýmis glæpasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Hreyfing sem þunglyndislyf

Komið hefur í ljós að hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf. Í Svíþjóð geta læknar skrifað upp á svokallaða hreyfingarseðla til þunglyndra sem viðbót við önnur lyf. Rætt hefur verið um svipaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu á hinum Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Skíðasvæði opin fyrir norðan

Á skíðasvæðinu á Siglufirði er snjókoma og ánægjulegt veður. Skíðasvæðið var opnað klukkan tólf og verður opið til fjögur. Nægur, nýr snjór á svæðinu sem verið er að troða og því gott færi. Frost er 8-9 stig. Skíðasvæðið Tindastóls á Sauðárkróki verður opið frá klukkan tólf til fimm í dag. Í Bláfjöllum er opið til sex en lokað er í Skálafelli.   </font /></font />

Innlent
Fréttamynd

Lenti í átökum við lögreglu

Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt eftir að hafa lent í átökum við lögreglu. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna mannsins sem hafði verið með hótanir í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Hafísinn hamlaði skipaumferð

"Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Á slysadeild eftir líkamsárás

Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Páfi aftur í Vatíkanið í kvöld

Jóhannes Páll páfi II birtist fyrir stundu þeim sem komnir voru saman utan við Gemelli-sjúkrahúsið í Róm. Nú skömmu fyrir hádegi greindu talsmenn Páfagarðs frá því að páfi myndi snúa aftur í Vatíkanið í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylur stefnir á borgina

Íbúar í Darwin í Ástralíu hamstra nú mat og drykk í stórverslunum en von er á að fellibylurinn Ingrid stefni hraðbyri á borgina. Bylurinn hefur valdið usla eftir norðurströnd Ástralíu undanfarna viku og hefur vindhraðinn náð allt að 300 kílómetrum á klukkustund, eða ríflega 80 metrum á sekúndu.

Erlent
Fréttamynd

Systkini létust er sjónvarp sprakk

Fjögur systkini, átta til sautján ára gömul, létust þegar sjónvarpstæki í svefnherbergi þeirra sprakk. Foreldrar barnanna fengu slæm brunasár eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Slysið varð í Alexandríu í Egyptalandi.

Erlent
Fréttamynd

Brynjólfur segir sig úr stjórnunum

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag

Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta.

Innlent
Fréttamynd

Páfi kominn heim

Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu.

Erlent
Fréttamynd

Þeir sáu minnst sem borguðu mest

Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum.

Innlent
Fréttamynd

Að komast hjá fordómum

Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast menningu og íbúum annarra landa læra að setja fólk ekki í flokka heldur líta á einstaklinga og komast þannig hjá fordómum. Þetta segir Edwin Masback, 87 ára gömul hetja úr Seinni heimstyrjöldinni, sem starfaði við sjúkraflutninga á vegum AFS.

Innlent
Fréttamynd

Fólk gekk út af sýningu Pilobolus

Um tugur manna gekk óánægður út við upphaf sýningu danshópsins Pilobolus í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Ástæðan var að þeir sáu illa eða alls ekkert á sviðið og gátu því ekki notið þess sem þeir höfðu greitt tæpar átta þúsund krónur fyrir.

Innlent
Fréttamynd

19 látnir eftir rútuslys

Að minnsta kosti 19 létust og 15 slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gljúfur á Norður-Indlandi í dag. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru sumir hinna slösuðu mjög illa haldnir og vart hugað líf. Rútuslys eru tíð á Indlandi og er hunsun umferðarlaga og kæruleysislegum akstri bílstjóra kennt þar um.

Erlent
Fréttamynd

Mesta hækkunin á Austurlandi

Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Keppast um hylli Háskólans í Rvk.

Reykjavík og Garðabær keppast nú við að bjóða Háskólanum í Reykjavík góðar byggingalóðir. Reykjavík býður Vatnsmýrina í vísindaþorpi framtíðar. Garðabær býður land við Urriðaholt í göngufæri við Heiðmörkina.

Innlent
Fréttamynd

Lagt mót akstursstefnu

Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum.

Innlent
Fréttamynd

Uppselt á tónleika Domingos

Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma.

Innlent
Fréttamynd

Ekki fleiri stórfelldar árásir?

Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin.

Erlent
Fréttamynd

Þriðjungur hersins heim

Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf.

Erlent
Fréttamynd

Kynjakötturinn húsköttur

Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Vill söluna hafna yfir allan vafa

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórn Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. í kjölfar frétta á Stöð 2 þar sem vakin var athygli að seta hans í þessum nefndum væri vafasöm með tilliti til fyrirhugaðrar sölu Símans.

Innlent