Fréttir Handtekinn með meint afmfetamín Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. Innlent 13.10.2005 18:54 Kræklingarækt í sókn Samningur um endurfjármögnun Norðurskeljar í Hrísey hefur verið undirritaður og þar með liggur fyrir uppbygging bláskeljaræktunar í Eyjafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar stefnir fyrirtækið á 800 tonna ársframleiðslu innan þriggja ára og enn umfangsmeiri ræktun árin þar á eftir. Innlent 13.10.2005 18:54 Varhugavert að vera á ferð Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Veðurstofan varar sjófarendur við því að víða sé orðið varhugavert að vera á ferð á þessum leiðum en þegar hefur frést af nokkrum skipum sem hafa þurft að þræða í kringum ísinn og mjaka sér í gegnum hann. Innlent 13.10.2005 18:54 27 stiga frost í Bláfjöllum Fáir notuðu daginn til að renna sér á skíðum í Bláfjöllum enda var um 27 stiga frost þar í dag þegar gert er ráð fyrir vindkælingu. Innlent 13.10.2005 18:54 Óhlutdrægar fréttir frá Írak Fréttaflutningur bandarískra fjölmiðla af stríðinu í Írak var að megninu til óhlutdrægur. Þetta eru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar á 2.200 fréttum úr sjónvarpi, dagblöðum og vefsíðum. Erlent 13.10.2005 18:54 Öflugur jarðskjálfti í Íran Öflugur jarðskjálfti skók suðausturhluta Írans í nótt en engar fregnir hafa borist af mannfalli. Skjálftinn mældist 5,9 á Richter og voru upptök hans skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans. Erlent 13.10.2005 18:54 Hafísinn færist enn nær Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Hafís hefur rekið inn á Trékyllisvík og út af Sauðanesvita má sjá smájaka í allt að 10 kílómetra fjarlægð en skyggni þar er ekki gott vegna éljagangs. Innlent 13.10.2005 18:54 Ráðherra vill breyta samningi "Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Innlent 13.10.2005 18:54 Sjö myrtir í messu Sjö manns voru skotnir til bana og fleiri særðust í skotárás í messu á hótelinu Sheraton í Wisconsin á laugardaginn. Eftir að hafa skotið á kirkjugesti tók árásarmaðurinn eigið líf. Erlent 13.10.2005 18:54 Þurfti að sauma skurð í andliti Flytja þurfti mann undir læknishendur eftir ryskingar á milli hans og annars manns á veitingastaðnum Kaffi-horninu á Höfn í Hornafirði um klukkan þrjú í nótt. Áverkar mannsins reyndust ekki vera alvarlegir en sauma þurfti skurð í andliti hans. Innlent 13.10.2005 18:54 Páfinn útskrifaður Jóhannes Páll páfi II sneri í gær aftur til Vatíkansins eftir rúmlega tveggja vikna sjúkrahúslegu. Páfi, sem var barkaþræddur á dögunum, er á góðum batavegi og ávarpaði í gær pílagríma í fyrsta sinn eftir aðgerðina. Erlent 13.10.2005 18:54 Rann niður hlíð á Tindfjallajökli Björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum barst tilkynning um slys milli tindanna Saxa og Búra á Tindfjallajökli um klukkan 15.45 í dag. Bíll með tveimur innanborðs rann þar niður nokkurn halla og voru fimm björgunarsveitarbílar með um 25 manns sendir áleiðis á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu. Innlent 13.10.2005 18:54 Annan hitti Sharon Kofi Annan, formaður Sameinuðu þjóðanna, hitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, á fundi í gær en Annan er í sinni fyrstu opinberu heimsókn þangað í rúm fjögur ár. Erlent 13.10.2005 18:54 Áhlaup á bækisstöð skæruliða Öryggissveitir í Sádi-Arabíu skutu mann til bana þegar þær gerðu áhlaup á hús þar sem talið var að skæruliðar ættu sér bækisstöð í borginni Jedda í morgun. Karlmaður var handtekinn og kona skotin til bana en samkvæmt fréttaskeytum var hún nágranni úr næsta húsi. Erlent 13.10.2005 18:54 Varar við ofríki Í predikun sinni í Neskirkju í gær vék séra Örn Bárður Jónsson að ráðningu fréttastjóra Útvarpsins og sagði fréttastofuna í sárum og upplausn ríkja. Innlent 13.10.2005 18:54 Ráðningin rædd í útvarpspredikun Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Innlent 13.3.2005 00:01 Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 18:54 Páfi kominn heim Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu. Erlent 13.10.2005 18:54 Þeir sáu minnst sem borguðu mest Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum. Innlent 13.10.2005 18:54 Að komast hjá fordómum Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast menningu og íbúum annarra landa læra að setja fólk ekki í flokka heldur líta á einstaklinga og komast þannig hjá fordómum. Þetta segir Edwin Masback, 87 ára gömul hetja úr Seinni heimstyrjöldinni, sem starfaði við sjúkraflutninga á vegum AFS. Innlent 13.10.2005 18:54 Fólk gekk út af sýningu Pilobolus Um tugur manna gekk óánægður út við upphaf sýningu danshópsins Pilobolus í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Ástæðan var að þeir sáu illa eða alls ekkert á sviðið og gátu því ekki notið þess sem þeir höfðu greitt tæpar átta þúsund krónur fyrir. Innlent 13.10.2005 18:54 19 látnir eftir rútuslys Að minnsta kosti 19 létust og 15 slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gljúfur á Norður-Indlandi í dag. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru sumir hinna slösuðu mjög illa haldnir og vart hugað líf. Rútuslys eru tíð á Indlandi og er hunsun umferðarlaga og kæruleysislegum akstri bílstjóra kennt þar um. Erlent 13.10.2005 18:54 Mesta hækkunin á Austurlandi Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent. Innlent 13.10.2005 18:54 Keppast um hylli Háskólans í Rvk. Reykjavík og Garðabær keppast nú við að bjóða Háskólanum í Reykjavík góðar byggingalóðir. Reykjavík býður Vatnsmýrina í vísindaþorpi framtíðar. Garðabær býður land við Urriðaholt í göngufæri við Heiðmörkina. Innlent 13.10.2005 18:54 Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Innlent 13.10.2005 18:54 Uppselt á tónleika Domingos Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma. Innlent 13.10.2005 18:54 Ekki fleiri stórfelldar árásir? Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin. Erlent 13.10.2005 18:54 Þriðjungur hersins heim Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. Erlent 13.10.2005 18:54 Kynjakötturinn húsköttur Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins. Innlent 13.10.2005 18:54 Vill söluna hafna yfir allan vafa Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórn Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. í kjölfar frétta á Stöð 2 þar sem vakin var athygli að seta hans í þessum nefndum væri vafasöm með tilliti til fyrirhugaðrar sölu Símans. Innlent 13.10.2005 18:54 « ‹ ›
Handtekinn með meint afmfetamín Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. Innlent 13.10.2005 18:54
Kræklingarækt í sókn Samningur um endurfjármögnun Norðurskeljar í Hrísey hefur verið undirritaður og þar með liggur fyrir uppbygging bláskeljaræktunar í Eyjafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar stefnir fyrirtækið á 800 tonna ársframleiðslu innan þriggja ára og enn umfangsmeiri ræktun árin þar á eftir. Innlent 13.10.2005 18:54
Varhugavert að vera á ferð Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Veðurstofan varar sjófarendur við því að víða sé orðið varhugavert að vera á ferð á þessum leiðum en þegar hefur frést af nokkrum skipum sem hafa þurft að þræða í kringum ísinn og mjaka sér í gegnum hann. Innlent 13.10.2005 18:54
27 stiga frost í Bláfjöllum Fáir notuðu daginn til að renna sér á skíðum í Bláfjöllum enda var um 27 stiga frost þar í dag þegar gert er ráð fyrir vindkælingu. Innlent 13.10.2005 18:54
Óhlutdrægar fréttir frá Írak Fréttaflutningur bandarískra fjölmiðla af stríðinu í Írak var að megninu til óhlutdrægur. Þetta eru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar á 2.200 fréttum úr sjónvarpi, dagblöðum og vefsíðum. Erlent 13.10.2005 18:54
Öflugur jarðskjálfti í Íran Öflugur jarðskjálfti skók suðausturhluta Írans í nótt en engar fregnir hafa borist af mannfalli. Skjálftinn mældist 5,9 á Richter og voru upptök hans skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans. Erlent 13.10.2005 18:54
Hafísinn færist enn nær Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Hafís hefur rekið inn á Trékyllisvík og út af Sauðanesvita má sjá smájaka í allt að 10 kílómetra fjarlægð en skyggni þar er ekki gott vegna éljagangs. Innlent 13.10.2005 18:54
Ráðherra vill breyta samningi "Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Innlent 13.10.2005 18:54
Sjö myrtir í messu Sjö manns voru skotnir til bana og fleiri særðust í skotárás í messu á hótelinu Sheraton í Wisconsin á laugardaginn. Eftir að hafa skotið á kirkjugesti tók árásarmaðurinn eigið líf. Erlent 13.10.2005 18:54
Þurfti að sauma skurð í andliti Flytja þurfti mann undir læknishendur eftir ryskingar á milli hans og annars manns á veitingastaðnum Kaffi-horninu á Höfn í Hornafirði um klukkan þrjú í nótt. Áverkar mannsins reyndust ekki vera alvarlegir en sauma þurfti skurð í andliti hans. Innlent 13.10.2005 18:54
Páfinn útskrifaður Jóhannes Páll páfi II sneri í gær aftur til Vatíkansins eftir rúmlega tveggja vikna sjúkrahúslegu. Páfi, sem var barkaþræddur á dögunum, er á góðum batavegi og ávarpaði í gær pílagríma í fyrsta sinn eftir aðgerðina. Erlent 13.10.2005 18:54
Rann niður hlíð á Tindfjallajökli Björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum barst tilkynning um slys milli tindanna Saxa og Búra á Tindfjallajökli um klukkan 15.45 í dag. Bíll með tveimur innanborðs rann þar niður nokkurn halla og voru fimm björgunarsveitarbílar með um 25 manns sendir áleiðis á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu. Innlent 13.10.2005 18:54
Annan hitti Sharon Kofi Annan, formaður Sameinuðu þjóðanna, hitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, á fundi í gær en Annan er í sinni fyrstu opinberu heimsókn þangað í rúm fjögur ár. Erlent 13.10.2005 18:54
Áhlaup á bækisstöð skæruliða Öryggissveitir í Sádi-Arabíu skutu mann til bana þegar þær gerðu áhlaup á hús þar sem talið var að skæruliðar ættu sér bækisstöð í borginni Jedda í morgun. Karlmaður var handtekinn og kona skotin til bana en samkvæmt fréttaskeytum var hún nágranni úr næsta húsi. Erlent 13.10.2005 18:54
Varar við ofríki Í predikun sinni í Neskirkju í gær vék séra Örn Bárður Jónsson að ráðningu fréttastjóra Útvarpsins og sagði fréttastofuna í sárum og upplausn ríkja. Innlent 13.10.2005 18:54
Ráðningin rædd í útvarpspredikun Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Innlent 13.3.2005 00:01
Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 18:54
Páfi kominn heim Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu. Erlent 13.10.2005 18:54
Þeir sáu minnst sem borguðu mest Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum. Innlent 13.10.2005 18:54
Að komast hjá fordómum Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast menningu og íbúum annarra landa læra að setja fólk ekki í flokka heldur líta á einstaklinga og komast þannig hjá fordómum. Þetta segir Edwin Masback, 87 ára gömul hetja úr Seinni heimstyrjöldinni, sem starfaði við sjúkraflutninga á vegum AFS. Innlent 13.10.2005 18:54
Fólk gekk út af sýningu Pilobolus Um tugur manna gekk óánægður út við upphaf sýningu danshópsins Pilobolus í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Ástæðan var að þeir sáu illa eða alls ekkert á sviðið og gátu því ekki notið þess sem þeir höfðu greitt tæpar átta þúsund krónur fyrir. Innlent 13.10.2005 18:54
19 látnir eftir rútuslys Að minnsta kosti 19 létust og 15 slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gljúfur á Norður-Indlandi í dag. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru sumir hinna slösuðu mjög illa haldnir og vart hugað líf. Rútuslys eru tíð á Indlandi og er hunsun umferðarlaga og kæruleysislegum akstri bílstjóra kennt þar um. Erlent 13.10.2005 18:54
Mesta hækkunin á Austurlandi Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent. Innlent 13.10.2005 18:54
Keppast um hylli Háskólans í Rvk. Reykjavík og Garðabær keppast nú við að bjóða Háskólanum í Reykjavík góðar byggingalóðir. Reykjavík býður Vatnsmýrina í vísindaþorpi framtíðar. Garðabær býður land við Urriðaholt í göngufæri við Heiðmörkina. Innlent 13.10.2005 18:54
Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Innlent 13.10.2005 18:54
Uppselt á tónleika Domingos Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma. Innlent 13.10.2005 18:54
Ekki fleiri stórfelldar árásir? Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin. Erlent 13.10.2005 18:54
Þriðjungur hersins heim Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. Erlent 13.10.2005 18:54
Kynjakötturinn húsköttur Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins. Innlent 13.10.2005 18:54
Vill söluna hafna yfir allan vafa Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórn Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. í kjölfar frétta á Stöð 2 þar sem vakin var athygli að seta hans í þessum nefndum væri vafasöm með tilliti til fyrirhugaðrar sölu Símans. Innlent 13.10.2005 18:54
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur