Fréttir Ísraelar skipuleggja árás á Íran Ísraelsmenn hafa gengið frá leynilegum áætlunum um árásir á Íran, hætti Íranar ekki auðgun úrans og tryggi að ekki séu framleidd kjarnorkuvopn í landinu. Breska blaðið <em>Sunday Times</em> greinir frá þessu og segir að ríkisstjórn Ariels Sharons hafi samþykkt áætlunina á fundi í síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:54 Fylgi Blairs meðal kvenna minnkar Fylgi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á meðal kvenna hefur dalað mjög frá því hann tók við embættinu árið 1997. Blair hefur hingað til verið mjög vinsæll hjá kvenkyns kjósendum en í könnun á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna og leiðtoga þeirra sem birt var í dag sést minnkandi fylgi Blairs á meðal kvenþjóðarinnar svart á hvítu. Erlent 13.10.2005 18:54 Drap sjö manns við kirkjuþjónustu Sjö féllu þegar maður hóf skothríð á fólk sem var við kirkjuþjónustu á hóteli í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærdag. Byssumaðurinn svipti sig að lokum lífi. Erlent 13.10.2005 18:54 Rífandi gangur í boruninni í Eyjum Rífandi gangur er nú við jarðborunina austan við Helgafell í Vestmannaeyjum. Fyrir helgi var búið að bora tæplega 130 metra. „Til að byrja með var um mjög gljúpt berg að ræða og hafa farið 13-15 rúmmetrar af steypu í holuna til að þétta hana,“ segir Ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja í samtali við Eyjar.net. Innlent 13.10.2005 18:54 Verktakar fórust í sprengingu Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. Erlent 13.10.2005 18:54 Spjótin beinast að Kútsjma Eftir stjórnarskiptin í Úkraínu fyrir skemmstu hefur rannsókn á nærri fimm ára gömlu morði á rannsóknarblaðamanni miðað vel áfram. Eftir sjálfsvíg fyrrverandi innanríkisráðherra beinast spjótin nú að fyrrverandi forseta landsins. Erlent 13.10.2005 18:54 Costa del glæpur Spænska lögreglan kom upp um víðfeðman, alþjóðlegan glæpahring sem hafði bækistöðvar í Marbella við suðurströnd Spánar. Talið er að hringurinn hafi stundað peningaþvætti á yfir 300 milljónum dollara fyrir ýmis glæpasamtök. Erlent 13.10.2005 18:54 Hreyfing sem þunglyndislyf Komið hefur í ljós að hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf. Í Svíþjóð geta læknar skrifað upp á svokallaða hreyfingarseðla til þunglyndra sem viðbót við önnur lyf. Rætt hefur verið um svipaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu á hinum Norðurlöndunum. Innlent 13.10.2005 18:54 Skíðasvæði opin fyrir norðan Á skíðasvæðinu á Siglufirði er snjókoma og ánægjulegt veður. Skíðasvæðið var opnað klukkan tólf og verður opið til fjögur. Nægur, nýr snjór á svæðinu sem verið er að troða og því gott færi. Frost er 8-9 stig. Skíðasvæðið Tindastóls á Sauðárkróki verður opið frá klukkan tólf til fimm í dag. Í Bláfjöllum er opið til sex en lokað er í Skálafelli. </font /></font /> Innlent 13.10.2005 18:54 Lenti í átökum við lögreglu Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt eftir að hafa lent í átökum við lögreglu. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna mannsins sem hafði verið með hótanir í miðbænum. Innlent 13.10.2005 18:54 Hafísinn hamlaði skipaumferð "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Innlent 13.10.2005 18:54 Á slysadeild eftir líkamsárás Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu. Innlent 13.10.2005 18:54 Páfi aftur í Vatíkanið í kvöld Jóhannes Páll páfi II birtist fyrir stundu þeim sem komnir voru saman utan við Gemelli-sjúkrahúsið í Róm. Nú skömmu fyrir hádegi greindu talsmenn Páfagarðs frá því að páfi myndi snúa aftur í Vatíkanið í kvöld. Erlent 13.10.2005 18:54 Fellibylur stefnir á borgina Íbúar í Darwin í Ástralíu hamstra nú mat og drykk í stórverslunum en von er á að fellibylurinn Ingrid stefni hraðbyri á borgina. Bylurinn hefur valdið usla eftir norðurströnd Ástralíu undanfarna viku og hefur vindhraðinn náð allt að 300 kílómetrum á klukkustund, eða ríflega 80 metrum á sekúndu. Erlent 13.10.2005 18:54 Systkini létust er sjónvarp sprakk Fjögur systkini, átta til sautján ára gömul, létust þegar sjónvarpstæki í svefnherbergi þeirra sprakk. Foreldrar barnanna fengu slæm brunasár eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Slysið varð í Alexandríu í Egyptalandi. Erlent 13.10.2005 18:54 Brynjólfur segir sig úr stjórnunum Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 18:54 Páfi kominn heim Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu. Erlent 13.10.2005 18:54 Þeir sáu minnst sem borguðu mest Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum. Innlent 13.10.2005 18:54 Að komast hjá fordómum Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast menningu og íbúum annarra landa læra að setja fólk ekki í flokka heldur líta á einstaklinga og komast þannig hjá fordómum. Þetta segir Edwin Masback, 87 ára gömul hetja úr Seinni heimstyrjöldinni, sem starfaði við sjúkraflutninga á vegum AFS. Innlent 13.10.2005 18:54 Fólk gekk út af sýningu Pilobolus Um tugur manna gekk óánægður út við upphaf sýningu danshópsins Pilobolus í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Ástæðan var að þeir sáu illa eða alls ekkert á sviðið og gátu því ekki notið þess sem þeir höfðu greitt tæpar átta þúsund krónur fyrir. Innlent 13.10.2005 18:54 19 látnir eftir rútuslys Að minnsta kosti 19 létust og 15 slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gljúfur á Norður-Indlandi í dag. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru sumir hinna slösuðu mjög illa haldnir og vart hugað líf. Rútuslys eru tíð á Indlandi og er hunsun umferðarlaga og kæruleysislegum akstri bílstjóra kennt þar um. Erlent 13.10.2005 18:54 Mesta hækkunin á Austurlandi Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent. Innlent 13.10.2005 18:54 Keppast um hylli Háskólans í Rvk. Reykjavík og Garðabær keppast nú við að bjóða Háskólanum í Reykjavík góðar byggingalóðir. Reykjavík býður Vatnsmýrina í vísindaþorpi framtíðar. Garðabær býður land við Urriðaholt í göngufæri við Heiðmörkina. Innlent 13.10.2005 18:54 Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Innlent 13.10.2005 18:54 Uppselt á tónleika Domingos Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma. Innlent 13.10.2005 18:54 Ekki fleiri stórfelldar árásir? Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin. Erlent 13.10.2005 18:54 Þriðjungur hersins heim Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. Erlent 13.10.2005 18:54 Kynjakötturinn húsköttur Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins. Innlent 13.10.2005 18:54 Vill söluna hafna yfir allan vafa Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórn Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. í kjölfar frétta á Stöð 2 þar sem vakin var athygli að seta hans í þessum nefndum væri vafasöm með tilliti til fyrirhugaðrar sölu Símans. Innlent 13.10.2005 18:54 « ‹ ›
Ísraelar skipuleggja árás á Íran Ísraelsmenn hafa gengið frá leynilegum áætlunum um árásir á Íran, hætti Íranar ekki auðgun úrans og tryggi að ekki séu framleidd kjarnorkuvopn í landinu. Breska blaðið <em>Sunday Times</em> greinir frá þessu og segir að ríkisstjórn Ariels Sharons hafi samþykkt áætlunina á fundi í síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:54
Fylgi Blairs meðal kvenna minnkar Fylgi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á meðal kvenna hefur dalað mjög frá því hann tók við embættinu árið 1997. Blair hefur hingað til verið mjög vinsæll hjá kvenkyns kjósendum en í könnun á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna og leiðtoga þeirra sem birt var í dag sést minnkandi fylgi Blairs á meðal kvenþjóðarinnar svart á hvítu. Erlent 13.10.2005 18:54
Drap sjö manns við kirkjuþjónustu Sjö féllu þegar maður hóf skothríð á fólk sem var við kirkjuþjónustu á hóteli í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærdag. Byssumaðurinn svipti sig að lokum lífi. Erlent 13.10.2005 18:54
Rífandi gangur í boruninni í Eyjum Rífandi gangur er nú við jarðborunina austan við Helgafell í Vestmannaeyjum. Fyrir helgi var búið að bora tæplega 130 metra. „Til að byrja með var um mjög gljúpt berg að ræða og hafa farið 13-15 rúmmetrar af steypu í holuna til að þétta hana,“ segir Ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja í samtali við Eyjar.net. Innlent 13.10.2005 18:54
Verktakar fórust í sprengingu Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. Erlent 13.10.2005 18:54
Spjótin beinast að Kútsjma Eftir stjórnarskiptin í Úkraínu fyrir skemmstu hefur rannsókn á nærri fimm ára gömlu morði á rannsóknarblaðamanni miðað vel áfram. Eftir sjálfsvíg fyrrverandi innanríkisráðherra beinast spjótin nú að fyrrverandi forseta landsins. Erlent 13.10.2005 18:54
Costa del glæpur Spænska lögreglan kom upp um víðfeðman, alþjóðlegan glæpahring sem hafði bækistöðvar í Marbella við suðurströnd Spánar. Talið er að hringurinn hafi stundað peningaþvætti á yfir 300 milljónum dollara fyrir ýmis glæpasamtök. Erlent 13.10.2005 18:54
Hreyfing sem þunglyndislyf Komið hefur í ljós að hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf. Í Svíþjóð geta læknar skrifað upp á svokallaða hreyfingarseðla til þunglyndra sem viðbót við önnur lyf. Rætt hefur verið um svipaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu á hinum Norðurlöndunum. Innlent 13.10.2005 18:54
Skíðasvæði opin fyrir norðan Á skíðasvæðinu á Siglufirði er snjókoma og ánægjulegt veður. Skíðasvæðið var opnað klukkan tólf og verður opið til fjögur. Nægur, nýr snjór á svæðinu sem verið er að troða og því gott færi. Frost er 8-9 stig. Skíðasvæðið Tindastóls á Sauðárkróki verður opið frá klukkan tólf til fimm í dag. Í Bláfjöllum er opið til sex en lokað er í Skálafelli. </font /></font /> Innlent 13.10.2005 18:54
Lenti í átökum við lögreglu Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt eftir að hafa lent í átökum við lögreglu. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna mannsins sem hafði verið með hótanir í miðbænum. Innlent 13.10.2005 18:54
Hafísinn hamlaði skipaumferð "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Innlent 13.10.2005 18:54
Á slysadeild eftir líkamsárás Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu. Innlent 13.10.2005 18:54
Páfi aftur í Vatíkanið í kvöld Jóhannes Páll páfi II birtist fyrir stundu þeim sem komnir voru saman utan við Gemelli-sjúkrahúsið í Róm. Nú skömmu fyrir hádegi greindu talsmenn Páfagarðs frá því að páfi myndi snúa aftur í Vatíkanið í kvöld. Erlent 13.10.2005 18:54
Fellibylur stefnir á borgina Íbúar í Darwin í Ástralíu hamstra nú mat og drykk í stórverslunum en von er á að fellibylurinn Ingrid stefni hraðbyri á borgina. Bylurinn hefur valdið usla eftir norðurströnd Ástralíu undanfarna viku og hefur vindhraðinn náð allt að 300 kílómetrum á klukkustund, eða ríflega 80 metrum á sekúndu. Erlent 13.10.2005 18:54
Systkini létust er sjónvarp sprakk Fjögur systkini, átta til sautján ára gömul, létust þegar sjónvarpstæki í svefnherbergi þeirra sprakk. Foreldrar barnanna fengu slæm brunasár eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Slysið varð í Alexandríu í Egyptalandi. Erlent 13.10.2005 18:54
Brynjólfur segir sig úr stjórnunum Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 18:54
Páfi kominn heim Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu. Erlent 13.10.2005 18:54
Þeir sáu minnst sem borguðu mest Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum. Innlent 13.10.2005 18:54
Að komast hjá fordómum Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast menningu og íbúum annarra landa læra að setja fólk ekki í flokka heldur líta á einstaklinga og komast þannig hjá fordómum. Þetta segir Edwin Masback, 87 ára gömul hetja úr Seinni heimstyrjöldinni, sem starfaði við sjúkraflutninga á vegum AFS. Innlent 13.10.2005 18:54
Fólk gekk út af sýningu Pilobolus Um tugur manna gekk óánægður út við upphaf sýningu danshópsins Pilobolus í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Ástæðan var að þeir sáu illa eða alls ekkert á sviðið og gátu því ekki notið þess sem þeir höfðu greitt tæpar átta þúsund krónur fyrir. Innlent 13.10.2005 18:54
19 látnir eftir rútuslys Að minnsta kosti 19 létust og 15 slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gljúfur á Norður-Indlandi í dag. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru sumir hinna slösuðu mjög illa haldnir og vart hugað líf. Rútuslys eru tíð á Indlandi og er hunsun umferðarlaga og kæruleysislegum akstri bílstjóra kennt þar um. Erlent 13.10.2005 18:54
Mesta hækkunin á Austurlandi Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent. Innlent 13.10.2005 18:54
Keppast um hylli Háskólans í Rvk. Reykjavík og Garðabær keppast nú við að bjóða Háskólanum í Reykjavík góðar byggingalóðir. Reykjavík býður Vatnsmýrina í vísindaþorpi framtíðar. Garðabær býður land við Urriðaholt í göngufæri við Heiðmörkina. Innlent 13.10.2005 18:54
Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Innlent 13.10.2005 18:54
Uppselt á tónleika Domingos Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma. Innlent 13.10.2005 18:54
Ekki fleiri stórfelldar árásir? Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin. Erlent 13.10.2005 18:54
Þriðjungur hersins heim Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. Erlent 13.10.2005 18:54
Kynjakötturinn húsköttur Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins. Innlent 13.10.2005 18:54
Vill söluna hafna yfir allan vafa Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórn Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. í kjölfar frétta á Stöð 2 þar sem vakin var athygli að seta hans í þessum nefndum væri vafasöm með tilliti til fyrirhugaðrar sölu Símans. Innlent 13.10.2005 18:54