

Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morð á þremur manneskjum en þær fundust látnar í íbúð í norðurhluta borgarinnar í gær. Talið er að fólkið, 62 ára karlmaður og tvær konur sem voru 27 og 34 ára, hafi verið skotið í höfuðið. Þá fannst níu mánaða barn í íbúðinni en það var heilt á húfi en þó atað blóði. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins, <em>BBC</em>, er fólkið skylt en lögregla hefur ekki gefið út neinar hugsanlegar ástæður fyrir morðunum.
Nú er orðið ljóst að 14 létust og 20 slösuðust þegar flugvél Tunisair hrapaði í sjóinn undan ströndum Sikileyjar í dag. Fimm er enn saknað en ekki er ljóst hverrar þjóðar fólkið er. Vélin, sem er tveggja hreyfla, af gerðinni ATR-42 og tekur 50 manns í sæti, var á leið frá Bari á Ítalíu til eyjarinnar Djerba við Túnis þegar flugmálayfirvöldum á Palermo-flugvelli á Sikiley barst tilkynning frá flugmönnunum um tæknibilun í vélinni.
Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi.
Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt.
Hápunktur Hinsegin daga hátíðahaldanna er í dag þegar gleðigangan fer niður Laugaveginn. Byrjað verður að stilla upp litríku vögnunum og skreyttu bílunum fyrir gönguna við Hlemm klukkan eitt en gleðigangan heldur niður Laugaveginn klukkan þrjú. Búast má við einhverjum umferðartöfum af þeim sökum næsta klukkutímann eða svo þannig að áhugasamir ættu að koma sér í bæinn fyrir þrjú til að lenda ekki í vandræðum.
Rússar eru tregir til að þiggja aðstoð Bandaríkjamanna og Breta við að bjarga dvergkafbátnum sem sökk undan ströndum Kamsjatka í gær. Þeir segja svæðið yfirfullt af hernaðarleyndarmálum.
Varnarliðsmaður var stunginn með hníf fyrir utan skemmtistaðinn Traffic í Keflavík í nótt. Maðurinn er ekki talinn vera í lífshættu en líðan hans er stöðug. Fimm manns liggja undir grun og hafa allir verið handtekir. Lögreglan í Keflavík biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að gefa sig fram.
Það er áhyggjuefni að íslenskir aðilar stofni erlend eignarhaldsfélög í svokölluðum skattaparadísum. Þetta segir Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri. Hann vill að yfirvöld bregðist við.
Sólveig Pétursdóttir segist ekki hafa fordóma gagnvart samkynhneigðum. Hún segir ummæli Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði, þess efnis vera fáránleg og ósanngjörn og ljóst að hann sé að slá pólitískar keilur.
Nítján létust þegar túnísk farþegaflugvél fórst við strendur Sikileyjar í gærmorgun. Vélin var á leið frá ítölsku borginni Bari til borgarinnar Djerba í Túnis þegar hún brotlenti á Miðjarðarhafinu. Tuttugu manns lifðu slysið af.
Þrír létust og fimm þúsund þurftu að yfirgefa heimili sín í dag í suður- og vesturhluta Búlgaríu í kjölfar mikilla flóða á svæðinu. Þá hafa margar samgönguæðar rofnað og afskekktir bæir eru einangraðir. Hefur lögregla lýst yfir neyðarástandi vegna vatnavaxtanna, en vatnsyfirborðið hefur sums staðar hækkað um einn og hálfan metra umfram það sem eðlilegt þykir.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra lýsti í dag fullum stuðningi við baráttu samkynhneigðra fyrir jöfnum rétti á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Árni lýsti þessu yfir í ávarpi sem hann flutti við hátíðahöld í miðbænum í tilefni hinsegin daga. Þá kallaði hann á opnari og hreinskiptari umræðu um rétt samkynhneigðra til fjölskyldulífs og sagði að auka þyrfti fræðslu til skólabarna um þessi mál sem og almennings til að sporna við fordómum.
Um fimmtán manns veiktust af reykeitrun þegar eldur kom upp í tveimur vögnum í neðanjarðarlestarkerfi Parísarborgar í dag. Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups en hann varð ekki mikill og gekk greiðlega að slökkva hann að sögn talsmanns slökkviliðs Parísarborgar.
Gera þarf skýran greinarmun á almennum lánveitingum og félagslegum stuðningi vegna umræðunnar um afnám vatabóta, að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Hann segir að núverandi ríkislánasjóður geri ekki slíkt í dag.
Geimferjan Discovery sleppti í dag festum við alþjóðlegu geimstöðina og geimfararnir eru byrjaðir að undirbúa heimför sína á mánudag. Mikil spenna ríkir vegna heimferðarinnar en bandaríska geimferðastofnunin, NASA, segist fullviss um að ferjan sé örugg. Gífurlegt álag er á ferjunni þegar hún kemur inn í gufuhvolf jarðar og ytra byrði hennar hitnar yfir 1300 gráður.
Að minnsta kosti sjö létust og 20 slösuðust þegar flugvél á vegum Tunisair steyptist í sjóinn undan ströndum Sikileyjar í dag. Vélin var á leið frá Bari á Ítalíu til eyjarinnar Djerba við Túnis þegar flugmálayfirvöldum á Palermo-flugvelli á Sikiley barst tilkynning frá flugmönnunum um tæknibilun í vélinni.
Íranar munu ekki láta undan þrýstingi Vesturlanda og þeir verða ekki kúgaðir til neinna aðgerða. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, nýkjörinn forseti Írans, í ávarpi í kjölfar þess að hann sór embættiseið á íranska þinginu í dag. Íranar deila sem kunnugt er við Evrópusambandið og Bandaríkin um kjarnorkuáætlun sína, en Bandaríkjamenn saka Írana um að nota hana sem yfirvarp fyrir kjarnorkuvopnaframleiðslu.
Talsverð ölvun var á Dalvík í nótt og þurfti lögreglan á Akureyri að hafa sig alla við að stöðva slagsmál og önnur leiðindi eins og hún orðaði það sjálf. Þrír gistu fangageymslur á Dalvík eftir nóttina en Fiskidagurinn mikli, sem er í dag, byrjaði í raun í gærkvöld.
Hungursneyð vofir átta milljónum manns í Níger og nálægum löndum og hefur Rauði kross Íslands ákveðið að leggja fram þrjár milljónir króna til hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á svæðinu. Fjölmörg börn þar þjást nú af næringarskorti og hefur Alþjóða Rauði krossinn hafið matvæladreifingu til barna undir fimm ára aldri, sem talin eru í mestri hættu.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra styður heilshugar helsta baráttumál homma og lesbía um að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþáttttöku. Þetta kom fram í ræðu sem Árni hélt á "Hinsegin dögum", sem haldnir voru í miðborg Reykjavíkur í gær.
Gærdagurinn var tilfinningaþrunginn í borginni Hiroshima í Japan. Um 55 þúsund manns minntust þess að sextíu ár er liðin frá því að kjarnorkusprengjunni var varpað á borgina. Borgarstjórinn í Hiroshima var ómyrkur í máli.
Rússneska flotanum mistókst í nótt að draga dvergkafbátinn sem sökk á Kyrrahafi á grynnri sjó. Kafbáturinn er á 190 metra dýpi og það er of djúpt til þess að sjö manna áhöfn geti yfirgefið hann og synt upp á yfirborðið. Bæði breski og bandaríski flotinn hafa sent sérstaka björgunarkafbáta til aðstoðar Rússum og er vonast til að þeir geti náð til dvergkafbátsins áður en loftbirgðir áhafnarinnar þrjóta.
Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu.
Fiskur, fjör og bongóblíða. Íbúafjöldinn á Dalvík er talinn hafa að minnsta kosti tuttugufaldast í dag þegar fleiri en þrjátíu þúsund manns sóttu Fiskidaginn mikla.
Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands lést í dag. Cook, sem var 59 ára gamall, var í fjallgöngu með nokkrum félögum sínum þegar hann skyndilega hné niður og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Cook var utanríkisráðherra frá 1997 og 2001 og var mikið í sviðsljósinu eftir það vegna harðrar andstöðu sinnar við ríkisstjórn Tonys Blairs út af Íraksstríðinu.
Varnarmálayfirvöld í Finnlandi greindu frá því í dag að rússnesk herflutningavél hefði rofið lofthelgi Finnlands seint í gærkvöld, en vélin var aðeins 100 kílómetra frá höfuðborginni Helsinki. Finnsk yfirvöld líta þetta alvarlegum augum enda deildu þau við Rússa um nokkur sams konar atvik fyrr á árinu, síðast í maí.
Sómalskir sjóræningjar, sem rændu skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna úti fyrir Sómalíu fyrir rúmum mánuði, hafa fallist á að yfirgefa skipið og sleppa áhöfninni eftir að hafa komist að samkomulagi við Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Skipið var á leið til hafnarinnar í Bossao í Sómalíu með 850 tonn af hrísgrjónum fyrir þá sem eiga um sárt að binda í landinu eftir flóðbylgjuna annan dag jóla í fyrra þegar sjóræningjarnir réðust um borð.
Fyrsti hluti Fjölskyldugarðs Vestfjarða var í dag opnaður í Súðavík. Garðurinn er hugarfóstur Vilborgar Arnarsdóttur í Súðavík en hún er framkvæmdastjóri félags sem vinnur að uppbyggingu garðsins. Hann hefur verið nefndur Raggagarður eftir Ragnari Frey Vestfjörð, syni Vilborgar, sem lést í bílsysi aðeins 17 ára gamall fyrir fjórum árum.
Stolt, gleði, litadýrð og ótrúlegt hugmyndaflug einkenndi Gay Pride gleðigönguna í dag. Enn fjölgar þeim sem taka þátt í hátíðarhöldunum, en talið er að á milli fjörutíu og fimmtíu þúsund manns hafi lagt leið sína í miðborgina í dag.
"Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.