Innlent

RKÍ sendi fé og fulltrúa til Níger

Hungursneyð vofir átta milljónum manns í Níger og nálægum löndum og hefur Rauði kross Íslands ákveðið að leggja fram þrjár milljónir króna til hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á svæðinu. Fjölmörg börn þar þjást nú af næringarskorti og hefur Alþjóða Rauði krossinn hafið matvæladreifingu til barna undir fimm ára aldri, sem talin eru í mestri hættu. Níger er talið næst fátækasta land í heimi, en þar varð uppskerubrestur í fyrrahaust og ástandið sums staðar farið að verða mjög alvarlegt. Í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands segir að ásamt því að leggja fram féð muni íslenskur sendifulltrúi fara á svæðið á næstu dögum og mun hann hafa umsjón með öryggismálum vegna hjálparstarfsins, en nokkuð er um vopnaða glæpahópa í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×