Innlent

Opna Fjölskyldugarð Vestfjarða

Fyrsti hluti Fjölskyldugarðs Vestfjarða var í dag opnaður í Súðavík. Garðurinn er hugarfóstur Vilborgar Arnarsdóttur í Súðavík en hún er framkvæmdastjóri félags sem vinnur að uppbyggingu garðsins. Hann hefur verið nefndur Raggagarður eftir Ragnari Frey Vestfjörð, syni Vilborgar, sem lést í bílsysi aðeins 17 ára gamall fyrir fjórum árum. Segir í tilkynningu frá aðstandendum garðsins að markmiðið með honum sé að hlúa að fjölskyldum á svæðinu og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Þá á hann einnig að efla afþreyingu fyrir ferðamenn á norðanverðum Vestfjörðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×