Varað við skattalækkunum 6. ágúst 2005 00:01 "Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Fréttablaðið greindi frá því í gær að búast megi við því að tekjuskattur lækki um áramótin um tvö prósent og einnig má búast á næstunni við því að neðra þrep virðisaukaskatts, sem einkum leggst á matvæli og nauðsynjavörur, lækki verulega. Gylfi segir að brýnna sé að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin svo og atvinnuleysisbætur, bætur til öryrkja og ellilífeyrisþega. "Þessir hópar hafa ekki fengið að njóta sömu hækkana og mér finnst að þegar ríkissjóður er aflögufær eigi að bæta stöðu þessara hópa áður en ráðist er í skattalækkanir. Lækkun skattprósentunnar er mun hagstæðari fyrir þá tekjuhærri en þá tekjulægri, þess vegna höfum við verið mun jákvæðari gagnvart lækkun á virðisaukaskatti á matvæli og fögnum henni ef af verður," segir Gylfi. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að tjá sig um mögulegar breyttar tillögur því þær hafi ekki verið kynntar opinberlega enn sem komið er. "Ég held það hljóti hins vegar að vera svo að það spili inn í afstöðu stjórnmálamanna hvernig staðan í efnahagsmálum og á vinnumarkaði er. Þá er ég að vísa til þess að ef einhver upplausn verður á vinnumarkaði um áramótin vegna endurskoðunar kjarasamninga þá teldi ég mikla goðgá að spila skattalækkunum inn í þá stöðu," segir Ari. Ari segir að viðbrögð Samtaka atvinnulífsins á skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar hafi verið jákvæð og telur að frekari skattalækkanir þurfi ekki að að velda meiri þenslu en nú er. Hann segist gera sér vonir um að skattalækkanir fyrir almenning og að sá kaupmáttur sem fólk fær út úr þeim ráðstöfunum til viðbótar við launahækkanir, mælist vel fyrir og verði til þess að treysta frið á vinnumarkaði og stuðla þannig að stöðugleika í efnahagslífinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
"Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Fréttablaðið greindi frá því í gær að búast megi við því að tekjuskattur lækki um áramótin um tvö prósent og einnig má búast á næstunni við því að neðra þrep virðisaukaskatts, sem einkum leggst á matvæli og nauðsynjavörur, lækki verulega. Gylfi segir að brýnna sé að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin svo og atvinnuleysisbætur, bætur til öryrkja og ellilífeyrisþega. "Þessir hópar hafa ekki fengið að njóta sömu hækkana og mér finnst að þegar ríkissjóður er aflögufær eigi að bæta stöðu þessara hópa áður en ráðist er í skattalækkanir. Lækkun skattprósentunnar er mun hagstæðari fyrir þá tekjuhærri en þá tekjulægri, þess vegna höfum við verið mun jákvæðari gagnvart lækkun á virðisaukaskatti á matvæli og fögnum henni ef af verður," segir Gylfi. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að tjá sig um mögulegar breyttar tillögur því þær hafi ekki verið kynntar opinberlega enn sem komið er. "Ég held það hljóti hins vegar að vera svo að það spili inn í afstöðu stjórnmálamanna hvernig staðan í efnahagsmálum og á vinnumarkaði er. Þá er ég að vísa til þess að ef einhver upplausn verður á vinnumarkaði um áramótin vegna endurskoðunar kjarasamninga þá teldi ég mikla goðgá að spila skattalækkunum inn í þá stöðu," segir Ari. Ari segir að viðbrögð Samtaka atvinnulífsins á skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar hafi verið jákvæð og telur að frekari skattalækkanir þurfi ekki að að velda meiri þenslu en nú er. Hann segist gera sér vonir um að skattalækkanir fyrir almenning og að sá kaupmáttur sem fólk fær út úr þeim ráðstöfunum til viðbótar við launahækkanir, mælist vel fyrir og verði til þess að treysta frið á vinnumarkaði og stuðla þannig að stöðugleika í efnahagslífinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira