Innlent

Styttist í gleðigönguna

Hápunktur Hinsegin daga hátíðahaldanna er í dag þegar gleðigangan fer niður Laugaveginn. Byrjað verður að stilla upp litríku vögnunum og skreyttu bílunum fyrir gönguna við Hlemm klukkan eitt en gleðigangan heldur niður Laugaveginn klukkan þrjú. Búast má við einhverjum umferðartöfum af þeim sökum næsta klukkutímann eða svo þannig að áhugasamir ættu að koma sér í bæinn fyrir þrjú til að lenda ekki í vandræðum. Tónleikar hefjast svo í Lækjargötunni klukkan korter yfir fjögur, en þar munu Rut og Vigdís, hommaelskandi mæður frá Noregi, meðal annars troða upp en þær slógu svo sannarlega í gegn á opnunarhátíðinni í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×