Fréttir

Fréttamynd

Erilsamt hjá björgunarsveitum

Umhleypingasamt var víða á suðvesturhorni landsins í gær og fengu lögregla og björgunarsveitir ærin starfa við að bjarga lausum hlutum í verstu hviðunum. Mikill vindstrengur var fyrir Hafnarfjall í Borgarfirði með þeim afleiðingum að þrír bílar með hjólhýsi og einn með tjaldvagn í eftirdragi fuku útaf. Eitt hjólhýsið gjöreyðilagðist.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór glaður en Ögmundur ekki

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna taka misjafnlega í fyrirhugaða lækkun tekjuskatts og virðisaukaskatts um áramót. Magnús Þór Hafsteinsson er ánægður en Ögmundur Jónasson segir brýnast að hækka fjármagnstekjuskattinn. Ágúst Ólafur Ágústsson vill lækka skatt á mat um helming. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Árás á lögreglustöð í Tikrit

Að minnsta kosti tveir lögreglumenn létust og 12 slösuðust þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi lítinn olíuflutningabíl sem hann ók í loft upp við höfuðstöðvar íröksku lögreglunnar í Tikrit í dag. Lögregla segir manninn hafa ekið hratt í átt að hliði stöðvarinnar og því hafi hún hafið skothríð á bílinn sem hafi sprungið áður en hann kom að höfuðstöðvunum.

Erlent
Fréttamynd

Málið í kerfinu

Enn er allt óljóst með sakhæfi konu þeirrar er lögregla telur hafa staðið fyrir sprengjuhótuninni í Leifsstöð fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Mikil gleði eftir björgun kafbáts

Mikil gleði ríkir í Rússlandi eftir að sjö kafbátsmönnum var bjargað heilum á húfi eftir þrjá sólarhringa á hafsbotni. Loftbirgðir kafbátsins fóru hratt þverrandi og áhöfnin gat ekki gert annað en beðið og vonað það besta.

Erlent
Fréttamynd

Gámar fuku í sjóinn

Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sinntu tugum hjálparbeiðna í gær. Margt lauslegt tókst á loft en skemmdir voru ekki miklar. Vindur mældist 43 metrar á sekúndu í sterkustu hviðunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Skógareldar í Bandaríkjunum

Rýma hefur þurft 150 heimili í norðvesturhluta Bandaríkjanna vegna skógarelda sem þar geysa. Eldurinn kviknaði á föstudaginn en ekki hefur enn skýrst hvað olli. Ekki er vitað um neinar eldingar undanfarna daga en mjög heitt og þurrt hefur verið lengi á þessum slóðum.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að smygla hassi til Noregs

Lögreglan í Hjörring í Danmörku handtók í gær þrjá Norðmenn sem hugðust smygla tíu kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Á fréttavef <em>Politiken</em> segir að lögregla hafi fengið ábendingu um fyrirætlan mannanna og því hafi hún látið til skarar skríða. Að öðru leyti verst lögreglan frétta af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tjaldvagn fauk á bíla í roki

Það blæs hressilega í höfuðborginni, meira en 20 metra í sterkustu hviðunum. Tjaldvagn fauk á tvo kyrrstæða bíla, plötur losnuðu af Korpuskóla, bárujárnsplötur tókust á loft og ryðguð þakrenna sópaðist af húsi í Hafnarfirði. Bílstjórar verða að gæta sín á ýmsu sem fýkur út á götu, frauðplastkössum, plasttunnum, hríslum úr görðum og þvílíku.

Innlent
Fréttamynd

Netanyahu segir af sér

Benjamin Netanyahu, fjármálaráðherra Ísraels og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Ariels Sharon. Hann segir ástæðuna vera að hann geti ekki samvisku sinnar vegna verið hluti af ríkisstjórn sem standi fyrir brottflutningi gyðinga af Gaza-svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Uppgreftri í Eyjum lokið í ár

Uppgreftri húsa í Vestmannaeyjum undir vinnuheitinu Pompei norðursins er lokið í ár. Fram undan er frágangur á uppgraftarsvæðinu fyrir veturinn í því skyni að varðveita það sem birst hefur og koma í veg fyrir vikurfok í vetur. Nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Garang borinn til grafar

Tugþúsundir Súdana vottuðu John Garang, fyrrverandi varaforseta Súdans, virðingu sína þegar hann var borinn til grafar í borginni Juba í suðurhluta landsins í dag. Garang lést í þyrluslysi fyrir viku, aðeins þremur vikum eftir að hann tók við embætti varaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Fullyrðingar séu óviðeigandi

Það er undarlegt að ríkisskattstjóri skuli láta uppi persónulega skoðun sína á skattkerfinu, segir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Hann segir fullyrðingarnar óviðeigandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugvél nauðlendir við Sikiley

Ítölsk öryggismálayfirvöld greindu frá því fyrir stundu að flugvél á vegum Tunisair með 35 farþega innanborðs hefði nauðlent í sjónum undan ströndum Sikileyjar. Vélin var á leið frá Bari á Ítalíu til Djerba í Túnis en um er að ræða 50 sæta vél. Fregir af slysinu eru enn litlar en Reuters-fréttastofan hefur eftir öryggismálayfirvöldum að tveir farþegar hafi sést á vængjum vélarinnar eftir að hún lenti. Björgunarlið er á leið á vettvang.

Erlent
Fréttamynd

Refsiaðgerðir vofa yfir Íran

Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vofa nú yfir Íran eftir að stjórnvöld þar höfnuðu boði Evrópusambandsins um bætur fyrir að hætta að auðga úran sem hægt er að nota í kjarnorkusprengjur.

Erlent
Fréttamynd

Mál mótmælenda skoðuð eftir helgi

Útlendingastofnun fjallar að líkindum ekki um málefni þeirra útlendinga sem með mótmælaaðgerðum stöðvuðu framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun fyrr en eftir helgi. Að sögn Hildar Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, hafði greinargerð ekki borist frá lögreglu í lok dags í gær en telja má að lögregluyfirvöld munu fara fram á að fólkinu verði vísað úr landi. Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur málið til rannsóknar en ekki náðist í Inger L. Jónsdóttur sýslumann fyrir fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Semja ekki við ESB

Íranir höfnuðu í gær sáttaboði Evrópusambandsins. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran sagði felast í sáttatilögunni að Íran hefði ekki rétt til þess að auðga úran.

Erlent
Fréttamynd

Björgunaraðgerðum haldið áfram

Rússneska flotanum mistókst í nótt að draga dvergkafbátinn sem sökk á Kyrrahafi á grynnri sjó. Kafbáturinn er á 190 metra dýpi og það er of djúpt til þess að sjö manna áhöfnin geti yfirgefið hann og synt upp á yfirborðið. Rússar segja að þeir haldi björgunarstarfi áfram af fullum krafti en svo virðist sem þeir bindi vonir sínar við aðstoð frá Bandaríkjamönnum og Bretum.

Erlent
Fréttamynd

Robin Cook alvarlega veikur

Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, liggur alvarlega veikur á sjúkrahúsi eftir að hann hneig niður í fjallgöngu. Cook var að ganga á fjallið Ben Stack í Norðvestur-Skotlandi þegar hann veiktist og var hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Inverness. Þar fóru fram lífgunaraðgerðir í 40 mínútur samkvæmt fréttavef <em>BBC</em>.

Erlent
Fréttamynd

Bretar og Bandaríkjamenn hjálpa

Breskir og bandarískir sjóliðar komu til Kamtjaska-skaga í gærmorgun með ýmsan búnað til að aðstoða við björgun rússnesks kafbáts sem strandaði á 190 metra dýpi út af skaganum á fimmtudaginn. Strandið bar til þegar netadræsa festist í skrúfu bátsins.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður um ölvun

Karlmaður um tvítugt velti bíl sínum í Aðaldalshrauni á Norðausturvegi skammt sunnan Húsavíkur um klukkan sex í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Robin Cook látinn

Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, hné niður þegar hann var að ganga á fjallið Ben Stack í hálöndum Skotlands. Hann var sóttur með sjúkraþyrlu og flogið á spítala í Inverness þar sem hann lést í gær.

Erlent
Fréttamynd

Skorinn með glerflösku

Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í gleðigönguna

Hápunktur Hinsegin daga hátíðahaldanna er í dag þegar gleðigangan fer niður Laugaveginn. Byrjað verður að stilla upp litríku vögnunum og skreyttu bílunum fyrir gönguna við Hlemm klukkan eitt en gleðigangan heldur niður Laugaveginn klukkan þrjú. Búast má við einhverjum umferðartöfum af þeim sökum næsta klukkutímann eða svo þannig að áhugasamir ættu að koma sér í bæinn fyrir þrjú til að lenda ekki í vandræðum.

Innlent
Fréttamynd

Rússar tregir til að þiggja aðstoð

Rússar eru tregir til að þiggja aðstoð Bandaríkjamanna og Breta við að bjarga dvergkafbátnum sem sökk undan ströndum Kamsjatka í gær. Þeir segja svæðið yfirfullt af hernaðarleyndarmálum.

Erlent
Fréttamynd

Varnarliðsmaður stunginn í nótt

Varnarliðsmaður var stunginn með hníf fyrir utan skemmtistaðinn Traffic í Keflavík í nótt. Maðurinn er ekki talinn vera í lífshættu en líðan hans er stöðug. Fimm manns liggja undir grun og hafa allir verið handtekir. Lögreglan í Keflavík biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að gefa sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af tilfærslu fjármuna út

Það er áhyggjuefni að íslenskir aðilar stofni erlend eignarhaldsfélög í svokölluðum skattaparadísum. Þetta segir Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri. Hann vill að yfirvöld bregðist við.

Innlent
Fréttamynd

Segir ummæli Baldurs fáránleg

Sólveig Pétursdóttir segist ekki hafa fordóma gagnvart samkynhneigðum. Hún segir ummæli Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði, þess efnis vera fáránleg og ósanngjörn og ljóst að hann sé að slá pólitískar keilur.

Innlent
Fréttamynd

Nítján létust í flugslysi

Nítján létust þegar túnísk farþegaflugvél fórst við strendur Sikileyjar í gærmorgun. Vélin var á leið frá ítölsku borginni Bari til borgarinnar Djerba í Túnis þegar hún brotlenti á Miðjarðarhafinu. Tuttugu manns lifðu slysið af.

Erlent