Innlent

Styður baráttu samkynhneigðra

Árni Magnússon félagsmálaráðherra lýsti í dag fullum stuðningi við baráttu samkynhneigðra fyrir jöfnum rétti á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Árni lýsti þessu yfir í ávarpi sem hann flutti við hátíðahöld í miðbænum í tilefni hinsegin daga. Þá kallaði hann á opnari og hreinskiptari umræðu um rétt samkynhneigðra til fjölskyldulífs og sagði að auka þyrfti fræðslu til skólabarna um þessi mál sem og almennings til að sporna við fordómum. Talið er að á milli 40 og 50 þúsund manns hafi komið saman í miðbænum til þess að taka þátt í hátíðahöldunum og fór allt mjög vel fram að sögn lögreglu. Hápunktur hátíðahaldanna var gleðigangan niður Laugarveg en aldrei hafa verið fleiri skipulögð atriði í göngunni, eða 28.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×