Innlent

Áhyggjur af tilfærslu fjármuna út

Það er áhyggjuefni að íslenskir aðilar stofni erlend eignarhaldsfélög í svokölluðum skattaparadísum. Þetta segir Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri. Hann vill að yfirvöld bregðist við. Indriði segir í samtali við Morgunblaðið ekki ólögmætt að stofna eignarhaldsfélög en það að gefa ekki upp eignir sínar eða tekjur sé hins vegar lögbrot og segir hann ríka þörf á að herða reglur um upplýsingaskyldu vegna tilfærslu fjármuna til útlanda. Hann segir fjölmargar ábendingar hafa borist skattyfirvöldum um hugsanleg skattsvik af þessum toga og séu mörg slík mál til rannsóknar. Rík þörf sé á nýrri lagasetningu eða endurskoðun eldri laga til að tryggja yfirvöldum betri aðgang að upplýsingum um tilfærslu fjármagns á milli ríkja. Skattayfirvöld hafa meðal annars beint sjónum að því þegar fyrirtæki fresta skattgreiðslum á söluhagnaði sínum og fjárfesta fyrir hagnaðinn í erlendum félögum. Indriði kveðst hlynntur því að settar verði reglur um að þessi frestun komi aðeins til greina ef fjárfest sé fyrir hagnaðinn innanlands, ekki ytra. Þá feli reglur um frestun skattskyldu í sér misræmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×