Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Svarthvítur Jesús á Akureyri

    Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þetta tilboð var brandari

    Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sogndal vill fá Skúla Jón

    Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sunnudagsmessan: Steingrímur Jóhannesson | minning

    Knattspyrnumaðurinn Steingrímur Jóhannesson úr Vestmannaeyjum var jarðsunginn í dag og fór útförin fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Steingrímur var aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 1. mars en hann hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Steingríms var minnst í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þetta myndband var frumsýnt.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Áfram á Stöð 2 Sport

    365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þjálfarar Ajax með námskeið á Íslandi

    Dagana 9. og 10. mars mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara. Hingað til lands koma þeir Arnold Muhren og Eddie van Schaick, þjálfarar í unglingaakademíunni hjá hollenska stórliðinu Ajax og munu stýra námskeiðinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Er enginn dauðadómur

    Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson má ekkert æfa næstu mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn. Tryggvi verður frá í þrjá til sex mánuði.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Arnar leggur skóna á hilluna

    Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna.Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með með Fram í fyrra.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll

    Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig

    "Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Matthías fékk bestu meðmæli frá Ólafi Erni

    Ólafur Örn Bjarnason, fyrrum leikmaður Brann í Noregi, gaf Matthíasi Vilhjálmssyni bestu meðmæli þegar Mons Ivar Mjelde þjálfari Start var að svipast um framherja á Íslandi. Fyriliði FH mun leika sem lánsmaður hjá Start á næsta keppnistímabili en liðið er í næst efstu deild í Noregi.

    Fótbolti