Skrautlegt sjálfsmark Péturs Viðarssonar (myndband) Pétur Viðarsson skoraði glæsilegt sjálfsmark með skalla í sigri FH á Fylki í Lengjubikar karla á fimmtudagskvöldið. Markið kom þó ekki að sök því FH hafði betur að lokum 3-2. Íslenski boltinn 24. mars 2012 23:00
Svarthvítur Jesús á Akureyri Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða. Íslenski boltinn 24. mars 2012 16:00
Þetta tilboð var brandari Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir. Íslenski boltinn 24. mars 2012 08:00
Sogndal vill fá Skúla Jón Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR. Íslenski boltinn 22. mars 2012 23:11
Kristján Finnbogason tryggði Íslandi sigur á Skotum Íslenska U-17 ára lið er í fínum málum í milliriðli EM eftir flottan sigur á Skotum, 1-0, í kvöld. Íslenski boltinn 22. mars 2012 21:39
Guðmundur lánaður til Start Miðjumaðurinn sterki, Guðmundur Kristjánsson, mun ekki leika með Breiðablik í sumar því hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start. Íslenski boltinn 22. mars 2012 18:38
Enn fjölgar erlendum leikmönnum hjá Selfoss | Bosníumaður í markið Nýliðar Selfyssinga í efstu deild karla í knattspyrnu hafa samið við Bosníumanninn Ismet Duracak. Markvörðurinn hefur verið við æfingar með Selfossi undanfarna daga en hann hefur undanfarin ár spilað með Hönefoss í Noregi. Íslenski boltinn 16. mars 2012 19:30
Keflvíkingar búnir að semja við slóvenskan miðvörð Slóvenski varnarmaðurinn Gregor Mohar mun spila með Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en hann skrifaði undir samning við félagið í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keflavík. Íslenski boltinn 16. mars 2012 15:30
Sunnudagsmessan: Steingrímur Jóhannesson | minning Knattspyrnumaðurinn Steingrímur Jóhannesson úr Vestmannaeyjum var jarðsunginn í dag og fór útförin fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Steingrímur var aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 1. mars en hann hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Steingríms var minnst í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þetta myndband var frumsýnt. Íslenski boltinn 12. mars 2012 21:30
Áfram á Stöð 2 Sport 365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára. Íslenski boltinn 10. mars 2012 09:25
Þjálfarar Ajax með námskeið á Íslandi Dagana 9. og 10. mars mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara. Hingað til lands koma þeir Arnold Muhren og Eddie van Schaick, þjálfarar í unglingaakademíunni hjá hollenska stórliðinu Ajax og munu stýra námskeiðinu. Fótbolti 8. mars 2012 16:30
Er enginn dauðadómur Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson má ekkert æfa næstu mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn. Tryggvi verður frá í þrjá til sex mánuði. Íslenski boltinn 6. mars 2012 08:00
Tryggvi fékk blóðtappa í fótinn | Frá í þrjá til sex mánuði Það varð ljóst í dag að markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson mun missa af upphafi Íslandsmótsins og alls óvíst hvenær hann getur snúið aftur inn á fótboltavöllinn. Íslenski boltinn 5. mars 2012 13:17
Guðmundur til reynslu hjá Hoffenheim Sóknarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, er á leið til Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann verður til reynslu hjá liðinu. Þetta kom fram á vef Eyjafrétta. Íslenski boltinn 3. mars 2012 11:30
Arnar leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur endanlega lagt skóna á hilluna.Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag og sagðist vera sáttur að hætta á þessum tímapunkti eftir gott tímabil með með Fram í fyrra. Íslenski boltinn 2. mars 2012 18:49
Steingrímur Jóhannesson fallinn frá Einn mesti markahrókur íslenska boltans á seinni árum, Steingrímur Jóhannesson, lést í gær 38 ára að aldri. Steingrímur hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Íslenski boltinn 2. mars 2012 18:02
Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum. Íslenski boltinn 1. mars 2012 12:15
Hjörtur skrifaði undir þriggja ára samning við PSV Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við hollenska stórliðið PSV Eindhoven. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í morgun. Íslenski boltinn 1. mars 2012 11:30
Svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi sigur á Íslandi með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem stóð sig vel í leiknum. Íslenski boltinn 29. febrúar 2012 16:17
Ungur Dani semur við Stjörnuna Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur samið við 19 ára gamlan Dana, Alexander Scholz að nafni. Hann kemur til Stjörnunnar frá Vejle Kolding. Íslenski boltinn 28. febrúar 2012 19:04
Keflavík lagði Stjörnuna (sjáið mörkin) | Skaginn sigraði ÍBV Keflvíkingar lögðu Stjörnuna af velli 3-2 í Reykjaneshöll í dag. Þá unnu Skagamenn góðan sigur á ÍBV á Akranesi og Breiðablik rúllaði upp BÍ/Bolungarvík. Leikið var í öllum riðlum keppninnar í dag. Íslenski boltinn 25. febrúar 2012 20:30
Enn vinnur Fram sigur á KR – sjáið mörkin Framarar unnu 2-1 sigur á KR í viðureign liðanna í Lengjubikarnum í Egilshöll í kvöld. Þetta var þriðji sigur Framara á Íslands- og bikarmeisturunum úr Vesturbænum í röð. Íslenski boltinn 23. febrúar 2012 22:50
Tveir erlendir varnarmenn hætta í Pepsi-deildinni Færeyingurinn Jónas Þór Næs og Daninn Nikolaj Hagelskjær Pedersen stóðu sig báðir vel með liðum sínum í Pepsi-deildinni síðasta sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að þeir verði ekki áfram á Íslandi í sumar. Íslenski boltinn 22. febrúar 2012 14:45
Halldór Orri í landsliðið í stað Elmars Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Japan í næstu viku. Íslenski boltinn 19. febrúar 2012 13:44
Úrslit dagsins í Lengjubikarnum | Sjáið mörk Fram gegn Selfossi Það gerðist fátt óvænt í leikjum dagsins í Lengjubikar karla. FH og Grindavík gerðu jafntefli en Fram lagði Selfoss. Íslenski boltinn 18. febrúar 2012 20:21
Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig "Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson. Fótbolti 18. febrúar 2012 07:00
Matthías fékk bestu meðmæli frá Ólafi Erni Ólafur Örn Bjarnason, fyrrum leikmaður Brann í Noregi, gaf Matthíasi Vilhjálmssyni bestu meðmæli þegar Mons Ivar Mjelde þjálfari Start var að svipast um framherja á Íslandi. Fyriliði FH mun leika sem lánsmaður hjá Start á næsta keppnistímabili en liðið er í næst efstu deild í Noregi. Fótbolti 17. febrúar 2012 17:30
FH lánar Matthías til Noregs Það er nú orðið ljóst að Matthías Vilhjálmsson leikur ekki með FH í sumar. Hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start í eitt ár. Íslenski boltinn 17. febrúar 2012 09:41
FH-ingar missa fyrirliðann sinn | Matthías að semja við Start Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH-inga, mun ekki spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því að Matthías sé að ganga frá samningi við norska b-deildarliðið Start. Íslenski boltinn 16. febrúar 2012 16:01
Arnar Sveinn hættur í fótbolta | Byrjar aftur í handbolta Valsarinn Arnar Sveinn Geirsson er hættur að æfa fótbolta. Í það minnsta tímabundið. Hann tilkynnti liðsfélögum sínum þetta í gær. Íslenski boltinn 15. febrúar 2012 15:14