Íslenski boltinn

Enn fjölgar erlendum leikmönnum hjá Selfoss | Bosníumaður í markið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ismet Duracak í búningi Hönefoss þar sem hann var samherji Kristjáns Arnar Sigurðssonar.
Ismet Duracak í búningi Hönefoss þar sem hann var samherji Kristjáns Arnar Sigurðssonar. Mynd / Wikepedia
Nýliðar Selfyssinga í efstu deild karla í knattspyrnu hafa samið við Bosníumanninn Ismet Duracak. Markvörðurinn hefur verið við æfingar með Selfossi undanfarna daga en hann hefur undanfarin ár spilað með Hönefoss í Noregi.

Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu í dag. Duracak mun berjast um sæti í liðinu við þá Elías Örn Einarsson og Jóhann Ólaf Sigurðsson.

Útlendingum fjölgar því enn á Selfossi. Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, lét hafa eftir sér í viðtali nýlega að útlendingarnir væru hreinlega ódýrari en íslenskir leikmenn.

Auk Englendingsins Joe Tillen sem spilað hefur hér á landi undanfarin ár eru í hópi Selfyssinga fjórir Norðmenn og fjórir Senegalar. Samkvæmt frétt fotbolti.net eru tveir Senegalar til viðbótar á leið til félagsins á reynslu.

Selfyssingar gætu því hæglega stillt upp byrjunarliði næsta sumar eingöngu skipuðu erlendum leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×