Íslenski boltinn

Skrautlegt sjálfsmark Péturs Viðarssonar (myndband)

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pétur í baráttunni gegn Keflavík síðasta sumar.
Pétur í baráttunni gegn Keflavík síðasta sumar. Mynd / Valli
Pétur Viðarsson skoraði glæsilegt sjálfsmark með skalla í sigri FH á Fylki í Lengjubikar karla á fimmtudagskvöldið. Markið kom þó ekki að sök því FH hafði betur að lokum 3-2.

Mark Péturs má sjá á vef SportTv með því að smella hér. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, átti þá misheppnaða spyrnu frá marki sínu. Boltinn skoppaði einu sinni í vítateignum áður en Pétur kom á fleygiferð og skallaði hann snyrtilega yfir Gunnleif í markinu.

Tómas Joð Þorsteinsson kom Fylkismönnum í 2-0 með fallegu skoti utan teigs og útlitið gott hjá Árbæingum í hálfleik.

Í síðari hálfleik sneru FH-ingar við blaðinu. Tvö mörk frá Birni Daníel Sverrissyni jöfnuðu leikinn áður en Ólafur Páll Snorrason tryggði 3-2 sigur með marki fimm mínútum fyrir leikslok.

FH er efst í Riðli 3 með 14 stig. Fylkismenn eru í 6. sæti með 4 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×