Einn mesti markahrókur íslenska boltans á seinni árum, Steingrímur Jóhannesson, lést í gær 38 ára að aldri. Steingrímur hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein.
Steingrímur lék alls 221 leik í efstu deild og skoraði í þeim 81 mark. Eyjamaðurinn lék með ÍBV, Fylki, Selfossi og KFS á gifturíkum ferli.
Framherjinn spilaði einn A-landsleik og þrjá U-21 árs landsleiki.
Steingrímur var ekki bara markahrókur mikill heldur var hann einnig alla tíð til mikillar fyrirmyndar á velli
