Íslenski boltinn

Ungur Dani semur við Stjörnuna

Scholz sáttur við að vera kominn til Stjörnunnar.
Scholz sáttur við að vera kominn til Stjörnunnar. mynd/heimasíða Stjörnunnar
Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur samið við 19 ára gamlan Dana, Alexander Scholz að nafni. Hann kemur til Stjörnunnar frá Vejle Kolding.

Hann komst ungur að árum í aðallið Vejle en ákvað svo að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun í fyrra.

Á heimasíðu Stjörnunnar segir Scholz að stuðningsmenn liðsins muni sjá hungraðan leikmann sem þurfi að sanna margt fyrir sjálfum sér og öðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×