Er enginn dauðadómur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2012 08:00 Tryggvi er prímusmótorinn í liði Eyjamanna og hans verður sárt saknað í fyrstu umferðum Íslandsmótsins í ár. Mynd/Anton „Þetta er ekki skemmtilegt mál. Ég hef verið slæmur aftan í kálfa í um tvær vikur. Hef verið í sjúkraþjálfun vegna þessa en það hefur ekkert lagast. Ég fór svo í ómskoðun og þá kom í ljós að ég er með svokallaðan bláæðarblóðtappa í kálfanum," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, við Fréttablaðið í gær. Hann mun verða frá knattspyrnuiðkun í þrjá til sex mánuði vegna veikindanna og því ljóst að hann bætir ekki markametið í efstu deild snemma næsta sumar. Tryggvi deilir metinu með Inga Birni Albertssyni en þeir hafa báðir skorað 126 mörk í efstu deild. „Þetta er alvarlegt mál. Nú er ég kominn á blóðþynningarlyf, þarf að sprauta mig í magann og sætta mig við að vera sjúklingur." Tryggvi er þekktur harðjaxl sem spilar nánast alltaf þó svo hann sé eitthvað meiddur. Það sannaði hann ítrekað síðasta sumar er hann spilaði allur blár og marinn hvað eftir annað. „Ég þarf að gúgla þetta og skoða hvað menn hafa verið fljótir til baka sem hafa lent í álíka. Það er talað um þrjá til sex mánuði en eigum við þá ekki að segja að ég verði tvo mánuði frá," sagði Tryggvi bjartsýnn en hann ætlar ekki að láta veikindin aftra sér frá því að ná markametinu sem hann hefur svo lengi stefnt að. „Það eru samt allir í kringum mig að taka veikindin alvarlega. Ég má ekkert æfa á meðan ég er á þessum lyfjum. Ég verð að sætta mig við það en vonandi get ég farið að hjóla eða synda sem fyrst," sagði Tryggvi en hann getur ekki neitað því að þetta sé talsvert áfall fyrir sig. „Þetta verður mjög erfitt en er samt það alvarlegt að aldrei þessu vant verð ég að hlusta á og hlýða því sem læknarnir segja við mig. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu því ég hélt ég væri bara með stífan kálfa."nagli Tryggvi spilaði ítrekað í fyrra þó svo hann hafi verið allur lurkum laminn. Nú verður hann loksins að taka hvíld. fréttablaðið/gvaTryggvi stefnir á að fara með Eyjamönnum í æfingaferð í lok mars þó svo hann sé veikur enda eru þær ferðir ekki síður til þess að þjappa hópnum saman. „Ég verð svo að sætta mig við að missa af fyrstu leikjunum. Ég hef nú alltaf byrjað mótin vel en það verður ekki af því í ár. Þetta er samt enginn dauðadómur þó alvarlegt sé. Það verða líklega einhverjir fengir því að ég sé farinn af vellinum og hætti að skammast í þeim," sagði Tryggvi léttur. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, var hálfsleginn er Fréttablaðið heyrði í hinum enda tiltölulega nýbúinn að fá fréttirnar. „Þetta er mikið áfall og það er alveg klárt að við erum að taka eitt skref til baka með því að missa Tryggva. „Þetta er alveg grátlegt því hann var í ótrúlega góðu formi og fyrsti leikurinn án hans er eini leikurinn sem við náðum ekki að skora í vetur. Það munar mikið um hann." Magnús segir líklegt að ÍBV muni styrkja sig í ljósi þessarar stöðu. „Við erum enn að melta þetta en ég tel ansi líklegt að við verðum að bæta við okkur manni. Sá maður verður að koma að utan því enginn slíkur er á lausu hér á Íslandi." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
„Þetta er ekki skemmtilegt mál. Ég hef verið slæmur aftan í kálfa í um tvær vikur. Hef verið í sjúkraþjálfun vegna þessa en það hefur ekkert lagast. Ég fór svo í ómskoðun og þá kom í ljós að ég er með svokallaðan bláæðarblóðtappa í kálfanum," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, við Fréttablaðið í gær. Hann mun verða frá knattspyrnuiðkun í þrjá til sex mánuði vegna veikindanna og því ljóst að hann bætir ekki markametið í efstu deild snemma næsta sumar. Tryggvi deilir metinu með Inga Birni Albertssyni en þeir hafa báðir skorað 126 mörk í efstu deild. „Þetta er alvarlegt mál. Nú er ég kominn á blóðþynningarlyf, þarf að sprauta mig í magann og sætta mig við að vera sjúklingur." Tryggvi er þekktur harðjaxl sem spilar nánast alltaf þó svo hann sé eitthvað meiddur. Það sannaði hann ítrekað síðasta sumar er hann spilaði allur blár og marinn hvað eftir annað. „Ég þarf að gúgla þetta og skoða hvað menn hafa verið fljótir til baka sem hafa lent í álíka. Það er talað um þrjá til sex mánuði en eigum við þá ekki að segja að ég verði tvo mánuði frá," sagði Tryggvi bjartsýnn en hann ætlar ekki að láta veikindin aftra sér frá því að ná markametinu sem hann hefur svo lengi stefnt að. „Það eru samt allir í kringum mig að taka veikindin alvarlega. Ég má ekkert æfa á meðan ég er á þessum lyfjum. Ég verð að sætta mig við það en vonandi get ég farið að hjóla eða synda sem fyrst," sagði Tryggvi en hann getur ekki neitað því að þetta sé talsvert áfall fyrir sig. „Þetta verður mjög erfitt en er samt það alvarlegt að aldrei þessu vant verð ég að hlusta á og hlýða því sem læknarnir segja við mig. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu því ég hélt ég væri bara með stífan kálfa."nagli Tryggvi spilaði ítrekað í fyrra þó svo hann hafi verið allur lurkum laminn. Nú verður hann loksins að taka hvíld. fréttablaðið/gvaTryggvi stefnir á að fara með Eyjamönnum í æfingaferð í lok mars þó svo hann sé veikur enda eru þær ferðir ekki síður til þess að þjappa hópnum saman. „Ég verð svo að sætta mig við að missa af fyrstu leikjunum. Ég hef nú alltaf byrjað mótin vel en það verður ekki af því í ár. Þetta er samt enginn dauðadómur þó alvarlegt sé. Það verða líklega einhverjir fengir því að ég sé farinn af vellinum og hætti að skammast í þeim," sagði Tryggvi léttur. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, var hálfsleginn er Fréttablaðið heyrði í hinum enda tiltölulega nýbúinn að fá fréttirnar. „Þetta er mikið áfall og það er alveg klárt að við erum að taka eitt skref til baka með því að missa Tryggva. „Þetta er alveg grátlegt því hann var í ótrúlega góðu formi og fyrsti leikurinn án hans er eini leikurinn sem við náðum ekki að skora í vetur. Það munar mikið um hann." Magnús segir líklegt að ÍBV muni styrkja sig í ljósi þessarar stöðu. „Við erum enn að melta þetta en ég tel ansi líklegt að við verðum að bæta við okkur manni. Sá maður verður að koma að utan því enginn slíkur er á lausu hér á Íslandi."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira