Íslenski boltinn

Kristján Finnbogason tryggði Íslandi sigur á Skotum

U-17 ára liðið.
U-17 ára liðið.
Íslenska U-17 ára lið er í fínum málum í milliriðli EM eftir flottan sigur á Skotum, 1-0, í kvöld.

Það var Kristján Flóki Finnbogason, sem spilar með FH, sem skoraði markið mikilvæga fyrir íslenska liðið.

Ísland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig eftir tvo leiki. Danir eru með jafnmörg stig á toppnum en þeir hafa betri markatölu eftir 3-1 sigur á Litháen.

Ísland fær aftur á móti tækifæri til þess að toppa Danina er það mætir Litháen á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×