Íslenski boltinn

Tveir erlendir varnarmenn hætta í Pepsi-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jónas Þór Næs.
Jónas Þór Næs. Mynd/Daníel
Færeyingurinn Jónas Þór Næs og Daninn Nikolaj Hagelskjær Pedersen stóðu sig báðir vel með liðum sínum í Pepsi-deildinni síðasta sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að þeir verði ekki áfram á Íslandi í sumar.

Jónas Þór Næs, sem lék með Val í fyrrasumar, hefur samið við danska C-deildarliðið Fremad Amager en kona hans hefur verið við nám í Danmörku. Jónas Þór spilar sem bakvörður.

Nikolaj Hagelskjær Pedersen, sem lék með Stjörnunni 2011, hefur samið við danska félagið FC Frederica. Nikolaj spilar bæði sem miðvörður og afturliggjandi miðjumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×