Íslenski boltinn

FH-ingar missa fyrirliðann sinn | Matthías að semja við Start

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson. Mynd/Hag
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH-inga, mun ekki spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því að Matthías sé að ganga frá samningi við norska b-deildarliðið Start.

Samkvæmt heimildum vefsíðunnar fótbolti.net þá mun FH lána leikmanninn til Start út tímabilið en hann mun fara í læknisskoðun í Noregi í dag. Start fær síðan möguleika á að kaupa Matthías frá FH eftir tímabilið.

Matthías var með 10 mörk og 4 stoðsendingar í 21 leik með FH síðasta sumar en hann bar þá fyrirliðaband liðsins annað tímabilið í röð.

Matthías kom til FH frá BÍ árið 2004 og hefur alls skorað 37 mörk í 115 leikjum með liðinu í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×