Þetta tilboð var brandari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2012 08:00 Skúli fagnar í leik með kr Hann hefur vakið áhuga erlendis en fer ekki á gjafverði til Noregs.fréttablaðið/anton Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir. Það virðist vera orðin lenska hjá norskum knattspyrnufélögum að vilja fá bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar lánaða. Nú þegar er norska liðið Start búið að fá Matthías Vilhjálmsson frá FH og Guðmund Kristjánsson frá Breiðabliki að láni. Þeir eru tveir af betri mönnum deildarinnar. Nú síðast sendi norska úrvalsdeildarliðið Sogndal lánstilboð til KR vegna varnarmannsins Skúla Jóns Friðgeirssonar. „Tilboðið frá þeim var brandari. Maður nánast sigldi inn í helgina með bros á vör því það var svo hlægilegt," sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar sendu Sogndal gagntilboð sem var á allt öðrum nótum. Kristni líst ekki á þessa þróun sem er að verða að Norðmenn vilji fá bestu menn landsins að láni. „Ég hef ákveðnar áhyggjur af þessu án þess að ég viti hvað FH og Blikar fengu. Við erum ekki að fara að taka þátt í þessum leik. Þetta er bara brandari. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Níu ára sonur minn hefði getað svarað því til baka mjög pent," sagði Kristinn og bætti við: „Ef þetta er nýjasta útspilið þeirra að nálgast íslensk lið með það að leiðarljósi að fá leikmenn leigða þá tel ég þá vera á rangri leið. Þetta pirrar mann." Hafi FH og Blikar leigt sína menn á frekar lága upphæð og ætli svo að taka útlendinga til að fylla þeirra skarð má gera ráð fyrir að ágóðinn á endanum sé lítill eða enginn. „Sogndal vildi líka fá mögulegan forkaupsrétt. Þá er ákveðin tala negld niður. Segjum að leikmaður slái svo í gegn að fleiri lið komi inn og eru til í að borga mun meira. Þá lenda íslensku liðin í því að vera föst í minni upphæð sem áður var búið að semja um. Ef leikmaður getur ekkert þá kemur viðkomandi heim og lítið sem íslensku liðin græða á því. Þetta er ekki mjög spennandi að mínu mati." Kristinn segir að þess utan hafi KR ekki neinn áhuga á að missa Skúla sem sé lykilmaður í þeirra liði. „Við höfum ekki áhuga á að lána eða leigja hann. Auðvitað erum við samt til í að skoða ef það kemur áhugavert tilboð. Engu að síður er spennandi tímabil fram undan hjá okkur. Þurfum að verja titla og erum í Evrópukeppni. Eðlilega viljum við hafa okkar bestu menn í því verkefni." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir. Það virðist vera orðin lenska hjá norskum knattspyrnufélögum að vilja fá bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar lánaða. Nú þegar er norska liðið Start búið að fá Matthías Vilhjálmsson frá FH og Guðmund Kristjánsson frá Breiðabliki að láni. Þeir eru tveir af betri mönnum deildarinnar. Nú síðast sendi norska úrvalsdeildarliðið Sogndal lánstilboð til KR vegna varnarmannsins Skúla Jóns Friðgeirssonar. „Tilboðið frá þeim var brandari. Maður nánast sigldi inn í helgina með bros á vör því það var svo hlægilegt," sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar sendu Sogndal gagntilboð sem var á allt öðrum nótum. Kristni líst ekki á þessa þróun sem er að verða að Norðmenn vilji fá bestu menn landsins að láni. „Ég hef ákveðnar áhyggjur af þessu án þess að ég viti hvað FH og Blikar fengu. Við erum ekki að fara að taka þátt í þessum leik. Þetta er bara brandari. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Níu ára sonur minn hefði getað svarað því til baka mjög pent," sagði Kristinn og bætti við: „Ef þetta er nýjasta útspilið þeirra að nálgast íslensk lið með það að leiðarljósi að fá leikmenn leigða þá tel ég þá vera á rangri leið. Þetta pirrar mann." Hafi FH og Blikar leigt sína menn á frekar lága upphæð og ætli svo að taka útlendinga til að fylla þeirra skarð má gera ráð fyrir að ágóðinn á endanum sé lítill eða enginn. „Sogndal vildi líka fá mögulegan forkaupsrétt. Þá er ákveðin tala negld niður. Segjum að leikmaður slái svo í gegn að fleiri lið komi inn og eru til í að borga mun meira. Þá lenda íslensku liðin í því að vera föst í minni upphæð sem áður var búið að semja um. Ef leikmaður getur ekkert þá kemur viðkomandi heim og lítið sem íslensku liðin græða á því. Þetta er ekki mjög spennandi að mínu mati." Kristinn segir að þess utan hafi KR ekki neinn áhuga á að missa Skúla sem sé lykilmaður í þeirra liði. „Við höfum ekki áhuga á að lána eða leigja hann. Auðvitað erum við samt til í að skoða ef það kemur áhugavert tilboð. Engu að síður er spennandi tímabil fram undan hjá okkur. Þurfum að verja titla og erum í Evrópukeppni. Eðlilega viljum við hafa okkar bestu menn í því verkefni."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira