Íslenski boltinn

Keflvíkingar búnir að semja við slóvenskan miðvörð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gregor Mohar
Gregor Mohar Mynd/Heimasíða Keflavíkur
Slóvenski varnarmaðurinn Gregor Mohar mun spila með Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en hann skrifaði undir samning við félagið í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keflavík.

„Gregor hefur staðist væntingar og var ákveðið að gera við hann samning. Þetta er miðvörður sem kemur til með að styrkja leikmannahópinn okkar," segir í umræddri fréttatilkynningu.

Gregor Mohar er 180 sm miðvörður og fæddur árið 1985. Hann lék með slóvenska b-deildarliðinu NK Radomlje á þessu tímabili.

Keflvíkingar hafa áður fengið til sín sterkan leikmann frá Slóveníu en Alen Sutej, núverandi leikmaður FH, gerði góða hluti með Keflavíkurliðinu sumrin 2009 og 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×