Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Magnús: Ekkert agabann hjá ÍBV

    Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, neitaði því í viðtali við Vísi eftir 2-1 tap sinna manna gegn Selfossi í kvöld að nokkur af leikmanna liðsins hafi verið í agabanni í dag vegna áfengisdrykkju.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - Grindavík 1-1

    Grindavík gerði góða ferð í Kaplakrika þar sem liðið sótti 1-1 jafntefli gegn FH. FH sótti meira í leiknum og var meira með boltann en Grindavík skoraði fyrsta markið á 73. mínútu. FH jafnaði metin úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Treyja Steingríms lögð til hliðar í sumar

    Karlalið ÍBV hefur ákveðið að leggja til hliðar treyju númer ellefu í Pepsi-deildinni í sumar. Það verður gert til þess að heiðra minningu Steingríms Jóhannessonar, en hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í efstu deild.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 1-1

    Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Upphitunarþátturinn aðgengilegur á Vísi

    Íslandsmótið í knattspyrnu 2012 hefst á sunnudaginn með fimm leikjum í Pepsi-deild karla. Í gær var upphitunarþáttur um Pepsideildina sýndur á Stöð 2 sport þar sem að Hörður Magnússon fór yfir málin með sérfræðingum þáttarins, Tómasi Inga Tómassyni, Reyni Leóssyni og Hjörvari Hafliðasyni. Vangaveltur þeirra um liðin 12 í deildinni eru nú aðgengilegar á sjónvarpshluta Vísis.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Formaður ÍBV: Ekki rétt að fara með einkamál leikmanna í fjölmiðla

    Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segist ekki vera hlynntur því að fjallað sé um einkamál leikmanna í fjölmiðlum þó svo hann hafi verið í viðtali við Eyjafréttir í morgun þar sem hann staðfesti að einn leikmanna félagsins, Tryggvi Guðmundsson, væri farinn í áfengismeðferð. Það kemur í kjölfar þess að Tryggvi var tekinn fyrir ölvunarakstur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Svona verður miðjumoðið

    Fréttablaðið spáir því að sumarið hjá Val, ÍBV og Breiðabliki verði lítt spennandi. Þau munu ekki verða í toppbaráttu og ekki heldur í botnbaráttu. Þau verða í þessu klassíska miðjumoði samkvæmt spánni og Willum Þór er því sammála.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Fyrsti "hljóðnemaleikurinn" | FH - KR 1991

    Pepsideildin í fótbolta hefst á sunnudaginn og upphitunarþáttur um deildina var sýndur á Stöð 2 sport í kvöld. Þar fór Hörður Magnússon yfir spá sérfræðinga þáttarins auk þess sem að sýnt var myndbrot úr gömlum íþróttaþætti Stöðvar 2. Þar var í fyrsta sinn settur hljóðnemi á dómara í leik í efstu deild og var Gísli Guðmundsson dómari þar í aðalhlutverki í leik FH og KR sem fram fór 26. maí árið 1991.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í haust

    KR og Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlunum í Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta á árlegum kynningarfundi fyrir úrvalsdeildirnar en fundurinn fór fram í dag. Bæði liðin tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum á dögunum og hafa verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Selfoss og Keflavík munu falla

    Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár.

    Íslenski boltinn