Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 1-1 Stefán Hirst Friðriksson á Fylkisvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Stefán Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira