Íslenski boltinn

Tryggvi Guðmundsson í áfengismeðferð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi í leik með ÍBV síðastliðið sumar.
Tryggvi í leik með ÍBV síðastliðið sumar. Mynd/Anton
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV í Pepsi-deild karla, er nú kominn í áfengismeðferð eftir að hann var stöðvaður af lögreglunni í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöldið, grunaður um ölvunarakstur.

Þetta kom fram á vef Eyjafrétta í morgun en fréttina má lesa í heild sinni hér.

„Mál Tryggva er í ákveðnum farvegi. Hann á góða að sem tóku fast á hans málum og er Tryggvi nú kominn í áfengismeðferð," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Eyjafréttir.

„Við búumst við Tryggva í júní, endurnærðum og til í slaginn með okkur."

Tryggvi hefur verið í lyfjameðferð eftir að hann greindist með blóðtappa í fæti. Hann hefur af þeim sökum ekkert getað spilað eða æft með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×