Íslenski boltinn

Treyja Steingríms lögð til hliðar í sumar

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Steingrímur skoraði 78 mörk fyrir ÍBV í efstu deild
Steingrímur skoraði 78 mörk fyrir ÍBV í efstu deild
Karlalið ÍBV hefur ákveðið að leggja til hliðar treyju númer ellefu í Pepsi-deildinni í sumar. Það verður gert til þess að heiðra minningu Steingríms Jóhannessonar, en hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í efstu deild.

ÍBV mætir Selfyssingum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í dag og munu liðin koma til með að bera sorgarbönd í leiknum. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir leik til minningar um Steingrím.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×