Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Upprifjun frá síðasta tímabili

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hitað var upp fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla í fyrsta þætti Pepsimarkanna þetta árið á Stöð 2 Sport í gær.

Þar voru til að mynda helstu atriði síðasta keppnistímabils rifjuð upp en innslagið má sjá hér fyrir ofan.

Þá var einnig sýnt frá mörgum skemmtilegum atvikum frá síðasta keppnistímabili en það myndband má sjá með því að smella hér.

Hörður Magnússon hefur umsjón með Pepsimörkunum eins og síðustu ár en Hjörvar Hafliðason og Reynir Leósson verða honum innan handar.

Fimm leikir fara fram í fyrstu umferð deildarinnar nú á sunnudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×