Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 0-1 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira