Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 2-1 | Veðurguðinn bauð í partí Benedikt Bóas Hinriksson á Selfossvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Daníel Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stjórnaði miðjunni hjá Selfyssingum í kvöld þegar fyrsti leikur Pepsi-deildarinnar í ár fór fram. Ingó stýrði sínum mönnum til 2-1 sigurs á óslípuðum Eyjamönnum. ÍBV mætti varla til leiks í fyrri hálfleik - voru enn í Herjólfi - og voru 2-0 undir í að honum loknum. Ólafur Karl Finsen skoraði mark úr víti strax á fimmtu mínútu og Jón Daði Böðvarsson bætti öðru marki um miðbik hálfleiksins. Selfyssingar í bullandi stuði í fyrri hálfleik þar sem téður Ingólfur og Babacar Sarr stjórnuðu umferðinni. Síðari hálfleikur fór í langar spyrnur og minna fjör þó menn tækjust hressilega á en Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn með marki úr víti. Boltinn fór þá í hendina á Endre Brenne og víti dæmt. Lengra komust Eyjamenn ekki og Selfyssingar fögnuðu vel og innilega með Ingólf í fararbroddi þó lagið Hugarró hafi fengið að hljóma eftir leik. Það verður líklega lagað fyrir næsta heimaleik.Ingólfur: Veit ekki á hverju menn byggja þessar spár „Heilt yfir vorum við bara nokkuð ánægðir með þennan sigur," sagði Ingólfur Þórarinsson en hann átti stjörnuleik á miðjunni í kvöld. „Það var ágætis spil í okkar liði en við hefðum kannski þurft að vera rólegri í byrjun á boltanum. Vorum, kannski eðlilega, nokkuð stressaðir og kýldum boltanum langt fram en það spilast á reynsluleysi." Selfyssingum var spáð neðsta sæti deildarinnar í flestum fjölmiðlum. „Ég veit ekki alveg á hverju menn byggja þessa spár. Við erum með fínt lið og erum sterkir þegar við þorum að spila boltanum - þá erum við til alls líklegir," sagði Ingólfur með sínu fallega brosi.Magnús: Leikmenn ekki í agabanni „Við mættum ekki klárir til leiks," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við fengum á okkur víti en mér fannst að það átti að dæma á þá fyrir bakhrindingu. Við gerðum svo klaufaleg mistök í seinna markinu - barnaleg mistök í rauninni og gefum það mark," bætti hann við. „Við reyndum að spila fótbolta en við vorum ekki nógu klárir og því fór sem fór." Tryggvi Guðmundsson er ekki nálægt liðinu en er samt umtalaðasti fótboltamaður landsins eftir að hann var handtekinn ölvaður bak við stýri. Hann er nú í meðferð. Magnús sagði að umræðan um mál Tryggva hafði ekkert með þennan leik að gera. „Nei það held ég ekki. Hann á við sín mál í dag og við vorum ekki að hugsa um það. Það sem fór með þennan leik var að við vorum ekki klárir í upphafi." Magnús neitaði einnig að ÍBV leikmenn hefðu fengið sér í tánna á fimmtudag eins og vísir hefur heimildir fyrir og hefðu verið settir í agabann. „Það var ekkert svoleiðis. Við mættum með 18 í dag og ég treysti þeim fyrir þessum leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stjórnaði miðjunni hjá Selfyssingum í kvöld þegar fyrsti leikur Pepsi-deildarinnar í ár fór fram. Ingó stýrði sínum mönnum til 2-1 sigurs á óslípuðum Eyjamönnum. ÍBV mætti varla til leiks í fyrri hálfleik - voru enn í Herjólfi - og voru 2-0 undir í að honum loknum. Ólafur Karl Finsen skoraði mark úr víti strax á fimmtu mínútu og Jón Daði Böðvarsson bætti öðru marki um miðbik hálfleiksins. Selfyssingar í bullandi stuði í fyrri hálfleik þar sem téður Ingólfur og Babacar Sarr stjórnuðu umferðinni. Síðari hálfleikur fór í langar spyrnur og minna fjör þó menn tækjust hressilega á en Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn með marki úr víti. Boltinn fór þá í hendina á Endre Brenne og víti dæmt. Lengra komust Eyjamenn ekki og Selfyssingar fögnuðu vel og innilega með Ingólf í fararbroddi þó lagið Hugarró hafi fengið að hljóma eftir leik. Það verður líklega lagað fyrir næsta heimaleik.Ingólfur: Veit ekki á hverju menn byggja þessar spár „Heilt yfir vorum við bara nokkuð ánægðir með þennan sigur," sagði Ingólfur Þórarinsson en hann átti stjörnuleik á miðjunni í kvöld. „Það var ágætis spil í okkar liði en við hefðum kannski þurft að vera rólegri í byrjun á boltanum. Vorum, kannski eðlilega, nokkuð stressaðir og kýldum boltanum langt fram en það spilast á reynsluleysi." Selfyssingum var spáð neðsta sæti deildarinnar í flestum fjölmiðlum. „Ég veit ekki alveg á hverju menn byggja þessa spár. Við erum með fínt lið og erum sterkir þegar við þorum að spila boltanum - þá erum við til alls líklegir," sagði Ingólfur með sínu fallega brosi.Magnús: Leikmenn ekki í agabanni „Við mættum ekki klárir til leiks," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við fengum á okkur víti en mér fannst að það átti að dæma á þá fyrir bakhrindingu. Við gerðum svo klaufaleg mistök í seinna markinu - barnaleg mistök í rauninni og gefum það mark," bætti hann við. „Við reyndum að spila fótbolta en við vorum ekki nógu klárir og því fór sem fór." Tryggvi Guðmundsson er ekki nálægt liðinu en er samt umtalaðasti fótboltamaður landsins eftir að hann var handtekinn ölvaður bak við stýri. Hann er nú í meðferð. Magnús sagði að umræðan um mál Tryggva hafði ekkert með þennan leik að gera. „Nei það held ég ekki. Hann á við sín mál í dag og við vorum ekki að hugsa um það. Það sem fór með þennan leik var að við vorum ekki klárir í upphafi." Magnús neitaði einnig að ÍBV leikmenn hefðu fengið sér í tánna á fimmtudag eins og vísir hefur heimildir fyrir og hefðu verið settir í agabann. „Það var ekkert svoleiðis. Við mættum með 18 í dag og ég treysti þeim fyrir þessum leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira