Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 2-1 | Veðurguðinn bauð í partí Benedikt Bóas Hinriksson á Selfossvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Daníel Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stjórnaði miðjunni hjá Selfyssingum í kvöld þegar fyrsti leikur Pepsi-deildarinnar í ár fór fram. Ingó stýrði sínum mönnum til 2-1 sigurs á óslípuðum Eyjamönnum. ÍBV mætti varla til leiks í fyrri hálfleik - voru enn í Herjólfi - og voru 2-0 undir í að honum loknum. Ólafur Karl Finsen skoraði mark úr víti strax á fimmtu mínútu og Jón Daði Böðvarsson bætti öðru marki um miðbik hálfleiksins. Selfyssingar í bullandi stuði í fyrri hálfleik þar sem téður Ingólfur og Babacar Sarr stjórnuðu umferðinni. Síðari hálfleikur fór í langar spyrnur og minna fjör þó menn tækjust hressilega á en Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn með marki úr víti. Boltinn fór þá í hendina á Endre Brenne og víti dæmt. Lengra komust Eyjamenn ekki og Selfyssingar fögnuðu vel og innilega með Ingólf í fararbroddi þó lagið Hugarró hafi fengið að hljóma eftir leik. Það verður líklega lagað fyrir næsta heimaleik.Ingólfur: Veit ekki á hverju menn byggja þessar spár „Heilt yfir vorum við bara nokkuð ánægðir með þennan sigur," sagði Ingólfur Þórarinsson en hann átti stjörnuleik á miðjunni í kvöld. „Það var ágætis spil í okkar liði en við hefðum kannski þurft að vera rólegri í byrjun á boltanum. Vorum, kannski eðlilega, nokkuð stressaðir og kýldum boltanum langt fram en það spilast á reynsluleysi." Selfyssingum var spáð neðsta sæti deildarinnar í flestum fjölmiðlum. „Ég veit ekki alveg á hverju menn byggja þessa spár. Við erum með fínt lið og erum sterkir þegar við þorum að spila boltanum - þá erum við til alls líklegir," sagði Ingólfur með sínu fallega brosi.Magnús: Leikmenn ekki í agabanni „Við mættum ekki klárir til leiks," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við fengum á okkur víti en mér fannst að það átti að dæma á þá fyrir bakhrindingu. Við gerðum svo klaufaleg mistök í seinna markinu - barnaleg mistök í rauninni og gefum það mark," bætti hann við. „Við reyndum að spila fótbolta en við vorum ekki nógu klárir og því fór sem fór." Tryggvi Guðmundsson er ekki nálægt liðinu en er samt umtalaðasti fótboltamaður landsins eftir að hann var handtekinn ölvaður bak við stýri. Hann er nú í meðferð. Magnús sagði að umræðan um mál Tryggva hafði ekkert með þennan leik að gera. „Nei það held ég ekki. Hann á við sín mál í dag og við vorum ekki að hugsa um það. Það sem fór með þennan leik var að við vorum ekki klárir í upphafi." Magnús neitaði einnig að ÍBV leikmenn hefðu fengið sér í tánna á fimmtudag eins og vísir hefur heimildir fyrir og hefðu verið settir í agabann. „Það var ekkert svoleiðis. Við mættum með 18 í dag og ég treysti þeim fyrir þessum leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stjórnaði miðjunni hjá Selfyssingum í kvöld þegar fyrsti leikur Pepsi-deildarinnar í ár fór fram. Ingó stýrði sínum mönnum til 2-1 sigurs á óslípuðum Eyjamönnum. ÍBV mætti varla til leiks í fyrri hálfleik - voru enn í Herjólfi - og voru 2-0 undir í að honum loknum. Ólafur Karl Finsen skoraði mark úr víti strax á fimmtu mínútu og Jón Daði Böðvarsson bætti öðru marki um miðbik hálfleiksins. Selfyssingar í bullandi stuði í fyrri hálfleik þar sem téður Ingólfur og Babacar Sarr stjórnuðu umferðinni. Síðari hálfleikur fór í langar spyrnur og minna fjör þó menn tækjust hressilega á en Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn með marki úr víti. Boltinn fór þá í hendina á Endre Brenne og víti dæmt. Lengra komust Eyjamenn ekki og Selfyssingar fögnuðu vel og innilega með Ingólf í fararbroddi þó lagið Hugarró hafi fengið að hljóma eftir leik. Það verður líklega lagað fyrir næsta heimaleik.Ingólfur: Veit ekki á hverju menn byggja þessar spár „Heilt yfir vorum við bara nokkuð ánægðir með þennan sigur," sagði Ingólfur Þórarinsson en hann átti stjörnuleik á miðjunni í kvöld. „Það var ágætis spil í okkar liði en við hefðum kannski þurft að vera rólegri í byrjun á boltanum. Vorum, kannski eðlilega, nokkuð stressaðir og kýldum boltanum langt fram en það spilast á reynsluleysi." Selfyssingum var spáð neðsta sæti deildarinnar í flestum fjölmiðlum. „Ég veit ekki alveg á hverju menn byggja þessa spár. Við erum með fínt lið og erum sterkir þegar við þorum að spila boltanum - þá erum við til alls líklegir," sagði Ingólfur með sínu fallega brosi.Magnús: Leikmenn ekki í agabanni „Við mættum ekki klárir til leiks," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við fengum á okkur víti en mér fannst að það átti að dæma á þá fyrir bakhrindingu. Við gerðum svo klaufaleg mistök í seinna markinu - barnaleg mistök í rauninni og gefum það mark," bætti hann við. „Við reyndum að spila fótbolta en við vorum ekki nógu klárir og því fór sem fór." Tryggvi Guðmundsson er ekki nálægt liðinu en er samt umtalaðasti fótboltamaður landsins eftir að hann var handtekinn ölvaður bak við stýri. Hann er nú í meðferð. Magnús sagði að umræðan um mál Tryggva hafði ekkert með þennan leik að gera. „Nei það held ég ekki. Hann á við sín mál í dag og við vorum ekki að hugsa um það. Það sem fór með þennan leik var að við vorum ekki klárir í upphafi." Magnús neitaði einnig að ÍBV leikmenn hefðu fengið sér í tánna á fimmtudag eins og vísir hefur heimildir fyrir og hefðu verið settir í agabann. „Það var ekkert svoleiðis. Við mættum með 18 í dag og ég treysti þeim fyrir þessum leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira