Íslenski boltinn

Eyjamenn fá enskan miðjumann

Baldock í leik með Northampton.
Baldock í leik með Northampton.
Pepsi-deildarlið ÍBV fékk liðsstyrk í dag þegar það gekk frá mánaðarlánssamningi við miðjumanninn George Baldock. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Baldock er 19 ára gamall og kemur frá MK Dons en hann hefur einnig leikið með Northampton Town og Tamworth.

Eyjamönnum veitir ekki af liðsstyrknum enda sterkir menn í meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×