Íslenski boltinn

Weston spilaði undir stjórn Barry Smith

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Barry Smith, fyrrverandi leikmaður Vals, er í dag knattspyrnustjóri Dundee FC í Skotlandi en þar hefur Rhys Weston, verðandi leikmaður KR, spilað síðustu tvö árin.

Smith spilaði með Val í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008, og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2007.

Hann tók við Dundee árið 2010 en sama ár kom Weston til félagsins. Hann hefur verið fyrirliði liðsins í vetur. Báðir eru varnarmenn en Smith reyndist Valsmönnum vel á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Weston: Veit ekki mikið um íslenska boltann

Rhys Weston, verðandi leikmaður KR, segir í viðtali við skoska fjölmiðla að hann sé spenntur fyrir því að takast á við nýja áskorun á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×