Formaður ÍBV: Ekki rétt að fara með einkamál leikmanna í fjölmiðla 4. maí 2012 15:34 Tryggvi í leik gegn Val. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segist ekki vera hlynntur því að fjallað sé um einkamál leikmanna í fjölmiðlum þó svo hann hafi verið í viðtali við Eyjafréttir í morgun þar sem hann staðfesti að einn leikmanna félagsins, Tryggvi Guðmundsson, væri farinn í áfengismeðferð. Það kemur í kjölfar þess að Tryggvi var tekinn fyrir ölvunarakstur. „Mál Tryggva er í ákveðnum farvegi. Hann á góða að sem tóku fast á hans málum og er Tryggvi nú kominn í áfengismeðferð," sagði Óskar við Eyjafréttir í morgun. Vísir hafði samband við Óskar síðdegis og spurði hann að því af hverju hann hefði ákveðið að fara með málið í fjölmiðla? "Ég fór með þetta í fjölmiðla því það átti að birtast í fjölmiðlum. Ég ákvað frekar að svara fyrir þetta heldur en að láta bara eitthvað koma í fjölmiðlum," sagði Óskar Örn við Vísi en hann segir að Eyjafréttir hafi verið búið að ákveða að birta frétt um málið. En finnst Óskari það rétt að fara með einkamál leikmanna í fjölmiðla? "Nei, mér finnst það ekki rétt. Okkur þótti það samt betra að gera þetta svona heldur en að eitthvað kæmi bara," sagði Óskar. Ölvunaraksturinn er opinbert mál en áfengismeðferðin flokkast undir einkamál. Fannst Óskari eðlilegt að opinbera bæði? "Þetta er bara mjög erfitt mál. Þetta er leikmaður sem er alltaf í fjölmiðlum. Hvernig áttum við að gera þetta? Segja að þetta væri leikmaður ÍBV og setja 30 leikmenn undir grun?" sagði Óskar en hann segir að meirihluti stjórnar hafi tekið þá ákvörðun að velja þessa leið. Sér Óskar eftir þessari ákvörðun núna? "Ég hefði gjarna viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Að maðurinn hefði fengið að fara í friði í sín mál. Ég staðfesti þetta samt og tek fulla ábyrgð á því. Ég vildi frekar stýra þessu svona en að þetta færi einhvern veginn út," sagði Óskar en er hann ekki í mótsögn við sjálfan sig í þessu máli? "Jú, jú en þetta er bara svo rosalega erfitt mál. Það sem hefur slegið mig mest í þessu er að önnur lið sem voru búin að frétta af þessu voru búin að hafa samband við leikmanninn og reyna að fá hann til sín." Óskar Örn segir að þrátt fyrir þetta leiðindamál eigi Tryggvi mikla og bjarta framtíð hjá ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segist ekki vera hlynntur því að fjallað sé um einkamál leikmanna í fjölmiðlum þó svo hann hafi verið í viðtali við Eyjafréttir í morgun þar sem hann staðfesti að einn leikmanna félagsins, Tryggvi Guðmundsson, væri farinn í áfengismeðferð. Það kemur í kjölfar þess að Tryggvi var tekinn fyrir ölvunarakstur. „Mál Tryggva er í ákveðnum farvegi. Hann á góða að sem tóku fast á hans málum og er Tryggvi nú kominn í áfengismeðferð," sagði Óskar við Eyjafréttir í morgun. Vísir hafði samband við Óskar síðdegis og spurði hann að því af hverju hann hefði ákveðið að fara með málið í fjölmiðla? "Ég fór með þetta í fjölmiðla því það átti að birtast í fjölmiðlum. Ég ákvað frekar að svara fyrir þetta heldur en að láta bara eitthvað koma í fjölmiðlum," sagði Óskar Örn við Vísi en hann segir að Eyjafréttir hafi verið búið að ákveða að birta frétt um málið. En finnst Óskari það rétt að fara með einkamál leikmanna í fjölmiðla? "Nei, mér finnst það ekki rétt. Okkur þótti það samt betra að gera þetta svona heldur en að eitthvað kæmi bara," sagði Óskar. Ölvunaraksturinn er opinbert mál en áfengismeðferðin flokkast undir einkamál. Fannst Óskari eðlilegt að opinbera bæði? "Þetta er bara mjög erfitt mál. Þetta er leikmaður sem er alltaf í fjölmiðlum. Hvernig áttum við að gera þetta? Segja að þetta væri leikmaður ÍBV og setja 30 leikmenn undir grun?" sagði Óskar en hann segir að meirihluti stjórnar hafi tekið þá ákvörðun að velja þessa leið. Sér Óskar eftir þessari ákvörðun núna? "Ég hefði gjarna viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Að maðurinn hefði fengið að fara í friði í sín mál. Ég staðfesti þetta samt og tek fulla ábyrgð á því. Ég vildi frekar stýra þessu svona en að þetta færi einhvern veginn út," sagði Óskar en er hann ekki í mótsögn við sjálfan sig í þessu máli? "Jú, jú en þetta er bara svo rosalega erfitt mál. Það sem hefur slegið mig mest í þessu er að önnur lið sem voru búin að frétta af þessu voru búin að hafa samband við leikmanninn og reyna að fá hann til sín." Óskar Örn segir að þrátt fyrir þetta leiðindamál eigi Tryggvi mikla og bjarta framtíð hjá ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira