Fótbolti

Pepsimörkin: Fyrsti "hljóðnemaleikurinn" | FH - KR 1991

Pepsideildin í fótbolta hefst á sunnudaginn og upphitunarþáttur um deildina var sýndur á Stöð 2 sport í kvöld. Þar fór Hörður Magnússon yfir spá sérfræðinga þáttarins auk þess sem að sýnt var myndbrot úr gömlum íþróttaþætti Stöðvar 2. Þar var í fyrsta sinn settur hljóðnemi á dómara í leik í efstu deild og var Gísli Guðmundsson dómari þar í aðalhlutverki í leik FH og KR sem fram fór 26. maí árið 1991.

Fjölmargir þekktir kappar tjá sig um gang mála í leiknum við Gísla í þessu innslagi og er sjón sögu ríkari.

Þrír þjálfarar í Pepsideild karla komu við sögu í þessum leik, Rúnar Kristinsson þjálfari Íslands og bikarmeistaraliðs KR. Heimir Guðjónsson þjálfari FH og Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. Að auki var þáttarstjórnandinn sjálfur, Hörður Magnússon, þátttakandi í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×